Arsenalógeð
Mikið afskaplega eru leikmenn Arsenal eitthvað óprúðir. Ég myndi jafnvel ganga svo langt að kalla þá barnalega, óþroskaða og siðspillta en þar sem ég er sjéntilmaður þá geng ég ekki svo langt. En í alvöru talað, framkoma þessara illmenna í dag var stórfurðuleg. Nú er ég alls ekki Unitedaðdáandi en mér finnst að Keown og Lauren eigi skilið nokkra leiki í bann fyrir óíþróttamannslega framkomu gagnvart Nistelroy undir lok leiksins. Allir sem sáu þetta hljóta að vera sammála um að svona menn eiga ekkert erindi á knattspyrnuvöll. Já, það þarf svoldið til að ég taki afstöðu með Man.Utd. en svona atvik eru fáránleg og verðskulda refsingu.
Ég skrópaði á landsfund UVG um helgina. Það er ekki gæfulegt. Ég sat heima í fýlu eftir að Valur féll í 1. deild. Vonandi hafa félagarnir gert eitthvað af viti og byltingin hefst á morgun.
Óli Njáll 19:34| link
Ömurlegt líf
Skelfilegur dagur að kveldi kominn. Ég sit heima, slappur,þreyttur og þunglyndur í staðinn fyrir að vera í einhverju þeirra fjölmörgu partýa sem mér var boðið í í kvöld. Merkilegt að þegar maður getur valið úr parýum þá fer maður ekkert.
Auðvitað er bömmer dagsins sá að Valur hafi fallið á skammarlegan hátt. 6 mörk frá hommunum í Árbænum er óásættanlegt. Ég vil blóð, ég vil losna við þjálfarann. Ég vil fá Guðna Bergsson. Annars er sumarið ekki með öllu illt enda komst Leiknir upp í 2. deild. Ég er enn að fagna því. Samt hálfundarleg tilhugsun að Leiknir og Valur gætu verið í sömu deild eftir 1 ár.
3. bekkingar virðast margir hverjir latir við að læra heima í vélritun. Það er líka mjög leitt, eða ekki. Krakkabjálfar sem halda að þau muni ná í árseinkunn hjá mér án þess að skila vikulegri heimavinnu eiga ekki von á góðu. Það eina sem gæti bjargað námsferli slíkra aumingja er að Liverpool verði meistari daginn áður en ég reikna út árseinkunn. Með öðrum orðum, skelfilega vondar líkur. Ekki myndi ég leggja fé undir á slíkt.
Ég er embættismaður.
Óli Njáll 00:00| link
------------------