{ Óli Njáll - oli@verzzzzlo.is }

[ Naggur | Pall | Doktor | Múrinn | Anton | Gamalt ]

[ AC/DC | Thors | Smurf | Sverrir | Gneistinn | Kolla ]

[ Nuda Veritas | Kristin | Keflavík | Bendt | Sunna | Greinar ]

26.9.03

Stórskemmtileg tilviljun
Í gærkveldi vildi svo illa til að bera fór á hausverk hjá mér rétt fyrir svefninn. Kannski afleiðing af annasömum degi þar sem knattspyrna var allmikið stunduð ásamt því að horfa á Bachelor sem er vissulega mjög veikindahvetjandi. Allavega fékk ég mér einn róandi góðan bjór og tvær parkódín. Allavega hélt ég það þangað til ég las á spjaldið og sá að þetta var parkódín forte. Jamm, ég sofnaði ágætlega út frá þessu.
Er nú á leiðinni í vísindaferð með stjórnmálafræðinemum í Kópavogsbæ. Þetta er sumsé leið bæjaryfirvalda til að fjölga íbúum. Lofa þeim ókeypis áfengi og eins og allir vita kemst enginn edrú maður út úr Kópavogi, hvað þá blindfullur háskólanemi. Sendið bara jólakortin mín á Óli Njáll, Kópavogsgata 1, 200 Kópavogi.
Óli Njáll  16:54| 
link
------------------

23.9.03

Undarlegheit í meira lagi
Þessi dagur er nokkuð sérstakur. Í fyrsta lagi byrjaði hann skelfilega því ég vaknaði klukkan 5:01. Í nístingskulda lá svo leiðin út á flugvöll með gamla settið sem e væntanlega núna lent á flugvellinum í Napólí. Samt fullseint að mínu mati að fara þangað enda Maradona löngu hættur að spila með þeim. Allavega, við Sunna höfum þá 2 íbúðir fyrir okkur næstu vikuna. Vá, víðáttubrjálæði dauðans nálgast.
Í morgun sat ég svo í vinnuherbergi kennara sem eins og allir góðir menn vita er milli tölvustofa og hefur glugga sem veita sýn inn í stofurnar. Tvær fimmtubekkjarstúlkur fundu í morgun einhverja hvöt hjá sér til að stara á mig gegnum gluggann og gretta sig. Stórmerkilegt en mér fannst það samt fyndið.
Óli Njáll  15:14| 
link

Skráning #2
Skráning mín er nú mun betri en var. Sorglegt þó að ég er ekki lengur skráður í Heim miðalda.
ps. Ég mun samt mæta í fyrsta tímann.
Óli Njáll  09:17| 
link
------------------

22.9.03

Skráning
Skráning mín í stjórnmálafræði er eitthvað misheppnuð. Best að bæta úr því hið snarasta.
Óli Njáll  13:22| 
link

Fegurðin
Fagur og kaldur mánudagsvetrarmorgunn runninn upp. Gettóstrákur í Vesturbænum vaknaði ei fyrr en langt var liðið á daginn og þvoði á sér hárið. Brosti framan í umheiminn og velti fyrir sér háheimspekilegum spurningum um tilgang lífsins og hvers vegna hann sæi bara gamlar konur hvert sem litið var. Var þetta merki um eitthvað? Ellin handan við hornið og engrar undankomu auðið. Eftir stutta umhugsun gaf hann þetta upp á bátinn, eflaust bara tilviljun. Lífið er nefnilega fullt af tilviljunum, jafnvel þó að allt sé fyrirfram ákveðið.
Gærkveldið var hið ágætasta. Lambalæri og karrýsvín eru fínt fóður. Ís, kex og kaffi hjálpa einnig til við að koma skapinu í lag. Ekkert af þessu jafnaðist þó á við bjórinn góða frá norð-austur Englandi sem rann ljúflega niður yfir sjónvarpsíþróttaglápi í gömlum og slitnum svefnsófa. Hann fékk sér annan enda ómögulegt að standast slíka freistingu vitandi af heilli kippu til viðbótar í kæliskápnum. Sagt er að bjór sé slæmur fyrir heilsu manna, menn verði feitir vambakallar fyrir miðjan aldur og innri starfsemi fari hægt og bítandi fjandans til. Skorpulifur er eigi heillandi hlutskipti en hundurinn góði getur ekki haft slæmar afleiðingar, svo mikil himnesk sæla í einni flösku getur ekki haft neikvæðar í för með sér. Svo er sagt að rauðvín sé hollara, betra fyrir hjartað. Hinn rauði djöfull hefur hins vegar jafn slæm áhrif á lifur og nýru og kaloríur leynast nógar í því sulli. Einnig er rauðvín fremur vondur drykkur. Allar þessar hugsanir rifjuðu upp dr. Atkins sem dó úr hjartaáfalli sökum óheyrilegrar fituneyslu árum saman. En hann var samt grannur. Nokkuð fyrirsjáanlegt að eitthvað láti undan hjá manni sem gúffar í sig beikoni í hvert mál ásamt öðrum ósóma.
Æi, hví að velta sér upp úr svo leiðigjörnum hugsunum á jafn fögrum degi? Framundan sneysafullir fróðleikstímar um félagsfræði og önnur fögur vísindi, meðaltöl og miðgildi. Kvöldið beið svo með knattspyrnu og öllu tilheyrandi, tæklingum æsingi og blóðbaði. Upp úr þessum hugleiðingum barst hugurinn að hinum geðveika vélritunarkennara. Sá geðveiki hafði nýlega fest kaup á íbúð og sýndi hana í gær. Kynngimagnað útsýni af grillpartýsvölum yfir ófrýnilegt Atlantshafið sem hamaðist á brimbrjótum Reykjavíkurhafnar í ógurlegum veðurofsanum meðan þakplötur, pottaplöntur og páfagaukar fuku um nágrennið eins og illa gerðir hlutir, var það sem stóð upp úr. Eflaust þó umdeilanlegt enda vistarverurnar fínar í flesta staði og skápapláss gott. Ekkert bólaði þó á Skápa-Jóni, þeim fúla fjanda.
Hann ákvað að leggja þetta allt til hliðar og skunda af stað í skólann. Hugrenningar dagsins orðnar nægar í bili.
Óli Njáll  11:23| 
link
------------------

21.9.03

Arsenalógeð
Mikið afskaplega eru leikmenn Arsenal eitthvað óprúðir. Ég myndi jafnvel ganga svo langt að kalla þá barnalega, óþroskaða og siðspillta en þar sem ég er sjéntilmaður þá geng ég ekki svo langt. En í alvöru talað, framkoma þessara illmenna í dag var stórfurðuleg. Nú er ég alls ekki Unitedaðdáandi en mér finnst að Keown og Lauren eigi skilið nokkra leiki í bann fyrir óíþróttamannslega framkomu gagnvart Nistelroy undir lok leiksins. Allir sem sáu þetta hljóta að vera sammála um að svona menn eiga ekkert erindi á knattspyrnuvöll. Já, það þarf svoldið til að ég taki afstöðu með Man.Utd. en svona atvik eru fáránleg og verðskulda refsingu.
Ég skrópaði á landsfund UVG um helgina. Það er ekki gæfulegt. Ég sat heima í fýlu eftir að Valur féll í 1. deild. Vonandi hafa félagarnir gert eitthvað af viti og byltingin hefst á morgun.
Óli Njáll  19:34| 
link

Ömurlegt líf
Skelfilegur dagur að kveldi kominn. Ég sit heima, slappur,þreyttur og þunglyndur í staðinn fyrir að vera í einhverju þeirra fjölmörgu partýa sem mér var boðið í í kvöld. Merkilegt að þegar maður getur valið úr parýum þá fer maður ekkert.
Auðvitað er bömmer dagsins sá að Valur hafi fallið á skammarlegan hátt. 6 mörk frá hommunum í Árbænum er óásættanlegt. Ég vil blóð, ég vil losna við þjálfarann. Ég vil fá Guðna Bergsson. Annars er sumarið ekki með öllu illt enda komst Leiknir upp í 2. deild. Ég er enn að fagna því. Samt hálfundarleg tilhugsun að Leiknir og Valur gætu verið í sömu deild eftir 1 ár.
3. bekkingar virðast margir hverjir latir við að læra heima í vélritun. Það er líka mjög leitt, eða ekki. Krakkabjálfar sem halda að þau muni ná í árseinkunn hjá mér án þess að skila vikulegri heimavinnu eiga ekki von á góðu. Það eina sem gæti bjargað námsferli slíkra aumingja er að Liverpool verði meistari daginn áður en ég reikna út árseinkunn. Með öðrum orðum, skelfilega vondar líkur. Ekki myndi ég leggja fé undir á slíkt.
Ég er embættismaður.
Óli Njáll  00:00| 
link
------------------




Powered by Blogger