Áfram RÚV
Afskaplega ánægjulegt að lesa að hinn fjölfatlaði og gersamlega ósjálfbjarga hvalur, Keiko, hafi lent í kúlnahríð sunnlenskra bænda þegar hann ruddist upp Ölfusá í leit að vorsilung. Ritstjórn Keikodude krefst þess að leið Keiko upp ána verði auðvelduð auk þess sem skotvopn Brúnastaðabænda verði gerð upptæk, sniðugt væri t.d. að ryðja burtu virkjunum í Soginu ef Keiko velur Þingvallavatn sem ákvörðunarstað og ef dúllan stefnir upp Hvítá er nokkuð ljóst að Gullfoss verður að hverfa.
Ritstjórn Keikodude harmar örlög Þóris Hrafns Gunnarssonar sem fyrr í dag var handtekinn á heimili sínu í Grafarvogi grunaður um stórfelldan kattaþjófnað. Við húsleit fundust á 3. tug katta af hinum ýmsu stærðum og gerðum og gaf húsráðandi þær skýringar að kettirnir væru hættulegir strumpabyggð í hverfinu. Jafnframt á Þórir yfir höfði sér ákæru frá allt að fjórum einstaklingum sem ásaka Þóri um stórfelldar ofsóknir á hendur sér. Sökum eðli málsins er nöfnum fórnarlambana haldið leyndum en traustar heimildir kveða á um að allir beri þeir nafnið Kjartan. Frekari fréttir verða birtar hér um leið og þær berast.
Óli Njáll 15:05| link
1. apríl
hahaha
Óli Njáll 01:51| link
------------------
31.3.02
30.mars
Jæja, í dag eru páskar en ég er ekki þunnur. Kvöldið í gær var mikil snigld. Það hófst að sjálfsögðu á 30.mars partýi SHA þar sem stíft var drukkinn bjór, þar var gleðin fram eftir kveldi að mestu tíðindalaus. Þarna var boðið upp á eðaltónlistarflutning og ber þar hæst hinn fransksyngjandi trúbador Sigvarð Ara. Einnig voru þarna flutt gæðalög, t.d. Ísland úr Nató lagið. Þar vakti það heimsathygli að harði herstöðvarandstæðingur Sverrir Jakobsson kunni greinilega ekki textann og vildi því syngja viðlagið í tíma og ótíma. Félagi Jónsson hafði aftur á móti allt á hreinu og söng lagið frá upphafi til enda og fór létt með. Af öðrum atburðum þessarar skemmtunar ber án efa hæst þær fréttir sem þar bárust að hljómsveitin Tvö Dónaleg Haust stefnir á að fá sér nýjan gítarleikara og halda ótrauðir áfram. Í kjölfarið var að sjálfsögðu stofnaður aðdáendaklúbbur þeirrar sveitar og ber hann nafnið Praxíteles. Ljóti kallinn lifir.
Leiðin lá síðan á hinn ágæta Næstabar þar sem drykkja hélt áfram þó reyndar héldi ég mig aðallega í kaffinu og náði að afreka það að fá 3 kaffikönnur + 1 bolla á borðið fyrir verð einnar könnu. Á Næstabar dvöldu menn í góðu yfirlæti fram að lokun nema einhverjir kjúklingar sem stungu fyrr af, s.s.hinn skeleggi formaður SHA og frú.
En við héldum svo heim til Hugins og Dagnýjar á Eggertsgötuna þar sem haldið var áfram fram í dögun við lítin fögnuð nágranna. RumpuLýður Ólafsson var eitthvað ósáttur við þetta og ákvað bæði að kvarta og hringja á lögregluna á sama tíma, kunni greinilega enga mannasiði og tók upp á því að sparka í útidyrahurðir og láta dólgslega. ÓþjóðaLýður þar á ferðinni og greinilegt að Sigfús þarf að ala bróður sinn betur upp. En lögreglumenn voru sauðskir að vanda og komu einhverra hluta vegna svalamegin og góluðu þar út í nóttina í stað þess að nota útidyrahurðina líkt og venjulegt fólk, tóku svo niður kennitöluna á ekki húsráðanda og fóru.
En í alla staði vel heppnað kvöld og ekki versnaði það við að spjalla við rauðskeggjaðan byltingarsinnaðan leigubílstjóra á leiðinni heim. Lifi Byltingin.
Óli Njáll 14:05| link
------------------