Arg
Vaknaði enn einn daginn í röð lasinn og er orðinn gersamlega tjúllaður á flensu og sérstaklega hellunni sem er búinn að vera í 4 daga í hægra eyranu á mér. Næstum heyrnarlaus á hægra:)
Ég ákvað því að sleppa tímum í dag enda er kennurum vart siðferðislega stætt á því að kenna eitthvað af viti í þessari viku, helmingur sagnfræðinema er sveitalubbar og farinn heim í flórmokstur og ámóta gleði. Ég ætla þó að vera duglegur og skella mér upp á hlöðu í heimildaöflun nú á eftir. Ritgerðarefnið: Var Snorri Sturluson landráðamaður? Um þetta er erfitt að spá, ég er með þá kenningu að hann hafi unnið grimmt fyrir Tyrkjasoldán með litlum árangri. Svo sjáum við bara hvað setur þegar ég verð búinn að viða að mér heimildunum.
Úr krikketheiminum er svo lítið að frétta, Englendingar og Nýsjálendingar gerðu jafntefli um daginn og kom ekki á óvart þar sem hátt í tvo daga rigndi í burtu. Englendingar eiga þó hrós skilið fyrir góða frammistöðu með tilliti til aðstæðna, en einn efnilegasti krikketmaður Englands Ben Hollioke lést í bílslysi á meðan á leiknum stóð. Í oneday sigraði Ástralía svo Suður-Afríku nokkuð örugglega á sunnudaginn. En í dag er ekkert að ske og ég held bara áfram að telja niður dagana þar til að Sri Lanka kemur til Englands.
Óli Njáll 10:25| link
Vinur Hafnarfjarðar
Það var víst í tísku að vera vinur Hafnarfjarðar fyrir nokkrum árum, sungið um það afspyrnu lélegt lag og hvaðeina. En nú í kvöld er ég vinur Hafnarfjarðar og til að kóróna það þá blogga ég nú á Endurskoðunarskrifstofu Ingólfs Flygenrings, en þar hef ég eytt kveldinu í að vinna mína skýrslu til Geirs og félaga. Loks sér fyrir endann á því verki og mig langar heim að sofa. Lengi lifi skatturinn.
Óli Njáll 00:38| link
------------------
25.3.02
Vitlaust
Ég var víst ekkert voðalega getspakur í gærkveldi, 4 af 10 rétt hjá mér. En ég horfði ekki á óskarinn heldur svaf eins og köttur alla nóttina. Eg er þó enn með smá flensu og vaknaði því ekkert voðalega ferskur. Áfram Liverpool.
Óli Njáll 10:01| link
------------------
24.3.02
Skari eða skrípó
Nú styttist víst í óskarinn. Menn hafa víst gaman af því að spá og spekúlera í hann og ég ætla því að birta mína spá. Hún er að sjálfsögðu byggð á mínum duttlungum frekar en því sem fjölmiðlar telja líklegt og einkennist af því að mér fannst LOTR frekar leiðinleg og vil ekki að hún fái mörg verðlaun ólíkt flestum öðrum. Jæja, byrjum á þessu:
Besti leikari: Russel Crowe
Besti aukaleikari: Ian McKellen
Besta leikkona: Hér hef ég ekki séð nema eina mynd, smá vandamál. En ég segi Halle Berry því hún er sætust.
Besta aukaleikkona: Helen Mirren
Besta teiknimyndin: Shrek
Besti Leikstjóri: Ron Howard
Besta erlenda myndin:Amelie
Besta myndin: Beautiful mind
Besta ófrumlega handrit: Shrek
Besta handrit: Amelie
Restin af verðlaununum er mér alveg sama um og hef enga skoðun á.
Óli Njáll 22:03| link
------------------