{ Óli Njáll - keikodude@hotmail.com }

[ Naggur | ASAT | UVG | Múrinn | Praxiteles | Gamalt ]

[ Húgó | Thors | Fimmtudagur | Ármann | Sverrir | Hilma ]

[ Kolla | Sigfús | Jóhann | Bendt | Steinunn | Linkur vikunnar ]

30.3.02

Kommablogg
Nú áðan var félagi Þór að láta mig vita af því að hann er kominn með blogg.
Linkur. Það að láta mig vita af þannig hlutum er náttúrulega ekkert annað en beiðni um auglýsingu, dæmi. Ég treysti því þó að Þór fari ekki að setja upp einhvern leikþátt og þykjast hafa viljað hafa síðuna leynilega. En endilega kíkið á Þór, Þór á eflaust eftir að segja margt merkilegt á sinni síðu og vera merkilegt framlag til bloggmenningarinnar enda eðalgaur þar á ferð.
Óli Njáll  18:44| link

Sorg
Nú syrgir maður Betu gömlu sem dó í dag. Beta var flottasti meðlimur konungsfjölskyldunnar, u.þ.b. 50% meira kúl en dóttir hennar. Annars var hún nú orðin ansi gömul þannig að ekki þurfti þetta að koma manni mjög á óvart. Annars er breska konungsfjölskyldan einn af mest cool hlutum í geymi, hástéttar Bretar eru það einfaldlega í eðli sínu. Drottningin er þó ansi slöpp og ég bíð spenntur eftir að krýndur verði Karl konungur hinn þriðji.
Óli Njáll  18:40| 
link

Nr.1
Bara að minna menn á það að Liverpool er enn í efsta sæti í deildinni. Og Vladimir Smicer er bara að verða hetja, það er ótrúlegt....en satt.
Óli Njáll  17:44| 
link

“Í gær leigði ég mér spólu og fékk mér popp”
Ég held að
félagi Pálsson sé að reyna að mastera þessa grein bloggskrifa á sinni síðu þrátt fyrir fyrri yfirlýsingar um annað. Ég spái að færsla morgundagsins muni heita: "Nú eru páskar og ég er þunnur".
Óli Njáll  17:43| link
------------------

29.3.02

Föstudagurinn langi
Loksins í dag skildi ég hugtakið "föstudagurinn langi". Það hlýtur að stafa af því að þessi eini klukkutími sem ég vann hér í Nýkaup er gafur mér fjóra tíma útborgaða, sem sagt mjög langur klukkutími. Jafnframt er þessi fjórfaldi klukkutími á stórhátíðarkaupi þannig að nú skil ég líka hugtakið "Good friday":)
Óli Njáll  17:32| 
link

Neðanjarðarbyrgið
Nú hefur það komið í ljós að í neðanjarðarbyrgi einu á höfuðborgarsvæðinu hefst við maður sem ekki hefur litið dagsins ljós í ca. 5 ár. Flestir væru eflaust orðnir klikkaðir eftir slíka reynslu en þessi virðist heldur betur vera með hausinn í lagi og frá honum berast magnaðar hugmyndir sem í raun eru gersamlega út í hött en einhverjir misvitrir menn ofanjarðar virðast taka sem heilagan sannleik. Meðal hugmynda sem ættaðar eru frá honum eru t.d.:
1. Björn Bjarnason er vinsæll stjórnmálamaður og gæti unnið borgina af R-listanum.
2. Það er góð hugmynd að hætta að spila tónlist á heilli útvarpsstöð og setja Ingva Hrafn á dagskrá í staðinn.
3. Rækjusalat sé gott á grillaðar pulsur(já, þetta viðbjóðslega við hliðina á kartöflusalatinu á Select)
4. Sigurjón Kjartansson er fyndinn maður og getur haldið úti útvarpsþætti einn síns liðs.


Óli Njáll  15:37| 
link
------------------

28.3.02

Slátrun
Það er ógnvekjandi tilhugsun að SS ætli sér að krækja í Þóri. Þórir, þér mun hefnast fyrir öll axarmorðin!!!
Óli Njáll  19:09| 
link

Varið ykkur...
...á manninum í neðanjarðarbyrginu.
Óli Njáll  14:21| 
link
------------------

27.3.02

Hnullungar
Þórir grýtir hnullungum með katapúlti úr glerhúsi sínu ekki bara steinum eins og hann orðar það er hann gagnrýnir danshæfileika verkfræðinema. Þórir að dansa er nefnilega stórfyndin sjón og eiginlega fátt fyndnara. Nema ef vera skyldi ég og Þórir á sama dansgólfi. (Og jafnvel Einar Skúla líka)
Óli Njáll  12:08| 
link

Vel mælt
Óspakur mælti:"Far þú eigi til Álfur" segir hann, ´"þú hefir haus þunnan en eg hefi öxi þunga."
Óli Njáll  12:01| 
link
------------------

26.3.02

Eymingjaskapur
Mínum mönnum í Val tókst víst að gera jafntefli við Víking í kvöld sem er náttúrulega gersamlega út í hött, en þar sem ÍR tapaði fyrir UMFA er annað sætið orðið nokkuð öruggt sem er vissulega gott mál. Ég er þó ekki bjartsýnn á þessa úrslitakeppni, Haukarnir eru með besta liðið í deildinni auk þess sem þeir njóta dyggrar dómaraaðstoðar ef illa gengur hjá þeim. Það væri þó gaman ef titillinn myndi snúa heim á Hlíðarenda í vorþar sem hann á heima.

Að lokum tek ég það fram að sá orðrómur sem nú gengur um Lambkála er 100% sannleikur.
Óli Njáll  23:09| 
link

Verður maður...
...ekki að setja link á eitthvað sem nefnist
TurkeyBlog?
Óli Njáll  19:41| link

heim
Já, ég reif mig á fætur áðan og fór í lærdóminn. Hef nú eytt dágóðum tíma á hlöðunni auk þess að mæta í einn tíma. Hefði samt kanski betur sleppt því enda er ég núna djöfulli þreyttur og held ég fari bara að leggja mig. En tengsl Snorra við Tyrkina skýrast óðfluga.
Óli Njáll  15:07| 
link

Greyið Þórir
Nú er Þórir greinilega farinn að hlusta á Stjórnina líkt og sjá má á spurningunni sem hann skellir fram á sinni síðu. Ég man reyndar ekki alveg hvað lagið heitir en Grétar Örvarsson er ábyrgur fyrir þessari setningu"ég er hamingjan í öðru veldi". Ætli lagið heiti ekki "Láttu þér líða vel" eða eitthvað í þá áttina.
Óli Njáll  12:47| 
link

Arg
Vaknaði enn einn daginn í röð lasinn og er orðinn gersamlega tjúllaður á flensu og sérstaklega hellunni sem er búinn að vera í 4 daga í hægra eyranu á mér. Næstum heyrnarlaus á hægra:)
Ég ákvað því að sleppa tímum í dag enda er kennurum vart siðferðislega stætt á því að kenna eitthvað af viti í þessari viku, helmingur sagnfræðinema er sveitalubbar og farinn heim í flórmokstur og ámóta gleði. Ég ætla þó að vera duglegur og skella mér upp á hlöðu í heimildaöflun nú á eftir. Ritgerðarefnið: Var Snorri Sturluson landráðamaður? Um þetta er erfitt að spá, ég er með þá kenningu að hann hafi unnið grimmt fyrir Tyrkjasoldán með litlum árangri. Svo sjáum við bara hvað setur þegar ég verð búinn að viða að mér heimildunum.
Úr krikketheiminum er svo lítið að frétta, Englendingar og Nýsjálendingar gerðu jafntefli um daginn og kom ekki á óvart þar sem hátt í tvo daga rigndi í burtu. Englendingar eiga þó hrós skilið fyrir góða frammistöðu með tilliti til aðstæðna, en einn efnilegasti krikketmaður Englands Ben Hollioke lést í bílslysi á meðan á leiknum stóð. Í oneday sigraði Ástralía svo Suður-Afríku nokkuð örugglega á sunnudaginn. En í dag er ekkert að ske og ég held bara áfram að telja niður dagana þar til að Sri Lanka kemur til Englands.
Óli Njáll  10:25| 
link

Vinur Hafnarfjarðar
Það var víst í tísku að vera vinur Hafnarfjarðar fyrir nokkrum árum, sungið um það afspyrnu lélegt lag og hvaðeina. En nú í kvöld er ég vinur Hafnarfjarðar og til að kóróna það þá blogga ég nú á Endurskoðunarskrifstofu Ingólfs Flygenrings, en þar hef ég eytt kveldinu í að vinna mína skýrslu til Geirs og félaga. Loks sér fyrir endann á því verki og mig langar heim að sofa. Lengi lifi skatturinn.
Óli Njáll  00:38| 
link
------------------

25.3.02

Vitlaust
Ég var víst ekkert voðalega getspakur í gærkveldi, 4 af 10 rétt hjá mér. En ég horfði ekki á óskarinn heldur svaf eins og köttur alla nóttina. Eg er þó enn með smá flensu og vaknaði því ekkert voðalega ferskur. Áfram Liverpool.
Óli Njáll  10:01| 
link
------------------

24.3.02

Skari eða skrípó
Nú styttist víst í óskarinn. Menn hafa víst gaman af því að spá og spekúlera í hann og ég ætla því að birta mína spá. Hún er að sjálfsögðu byggð á mínum duttlungum frekar en því sem fjölmiðlar telja líklegt og einkennist af því að mér fannst LOTR frekar leiðinleg og vil ekki að hún fái mörg verðlaun ólíkt flestum öðrum. Jæja, byrjum á þessu:

Besti leikari: Russel Crowe
Besti aukaleikari: Ian McKellen
Besta leikkona: Hér hef ég ekki séð nema eina mynd, smá vandamál. En ég segi Halle Berry því hún er sætust.
Besta aukaleikkona: Helen Mirren
Besta teiknimyndin: Shrek
Besti Leikstjóri: Ron Howard
Besta erlenda myndin:Amelie
Besta myndin: Beautiful mind
Besta ófrumlega handrit: Shrek
Besta handrit: Amelie

Restin af verðlaununum er mér alveg sama um og hef enga skoðun á.
Óli Njáll  22:03| 
link
------------------




Powered by Blogger