Þessi síða sem stofnuð var í páfatíð Jóns Páls páfa annars hefur því runnið sér til húðar. Í hennar tíð urðu gagngerar breytingar á heimsbyggðinni. Draugurinn Osama bin Laden varð helsta barnagrýla á vesturlöndum, illmennið Bush sprengdi hálfan arabaheiminn, George Harrison dó og Þórir Hrafn fékk ekki bílpróf. Í mínu lífi er það merkast að ég reif mig lausan úr viðjum vanans og vitleysu, fann stóru ástina í lífi mínu og flutti í nágrenni kr-vallarins.
En þó tími þessarar síðu sé nú liðinn undir lok er ljóst að hún hefur með ýmsu móti stuðlað að sósíalískri byltingu og alræði öreiganna. Byltingin er núna handan við hornið, fávísu lesendur mínir! Og trúið því að stór hluti ykkar verður þá hengdur, ó já!!!
Óli Njáll 00:08| link