{ Óli Njáll - oli@verzzzzlo.is }

[ Naggur | Pall | Doktor | Múrinn | Anton | Gamalt ]

[ AC/DC | Thors | Smurf | Sverrir | Gneistinn | Kolla ]

[ Nuda Veritas | Kristin | Keflavík | Bendt | Sunna | Greinar ]

25.3.05

Semdu aftur við Igor Biscan!

Ég er að hugsa um að hafa sömu fyrirsögn á öllum bloggum þangað til útséð verður um hvort Biscan verður hjá Liverpool eða heldur á önnur mið. En ef eitthvað vit er í Rafa Benitez þá semur hann við kallinn enda sniglingur þarna á ferð.

Hvað annað er hægt að ræða um í dag á föstudaginn langa. Jú í dag fékk maður að sjá árlegu fréttina um brjálaða skrílinn á Filipseyjum sem lemur sig með svipum og lætur krossfesta sig í kjölfarið. Þessi frétt er eins hjá RÚV á hverju ári og trylltar samsæriskenningar uppi um að þetta sé í raun sama upptakan spiluð ár eftir ár. Já, ekki er öll vitleysan eins.

Um daginn komst ég að því að ekki eru allir sem skilja hvað "að deyja úr hor" merkir. Héðan í frá get ég ekki annað en séð fyrir mér ansi skoplegt ástand þegar ég hugsa um 18. öldina á Íslandi.

Gettu betur er víst búið að þessu sinni og Borgó eru meistarar. Þeir eru vel að sigrinum komnir og óska ég þeim innilega til hamingju. Úrslitaleikurinn var furðu jafn og skemmtilegur en fyrirfram bjóst ég við rústi. Akureyringar stóðu sig vel og það hjálpaði þeim töluvert að Steini greyið í Borgó var að deyja úr stressi þannig að Baldvin var að mestu einn í liði. (veit ekki hvort þriðji maðurinn var stressaður eður ei, hann svarar hvort eð er aldrei neinu).

En hver voru bestu liðin í ár? Stefán Pálsson skellir inn lista hjá sér sem ég get ekki verið sammála. Ég tel nefnilega ekki hægt að troða mr þar inn sökum þess að þeir komust ekki í sjónvarpið, GB útvarp og GB sjónvarp eru nefnilega ansi ólíkar keppnisgreinar. Auk þess ofmetur # mhinga.
En minn listi:
1. Borgó. Einfaldlega bestir.
2. Akureyri. Uxu mjög eftir því sem á leið.
3. MH. Pirrandi lið en býsna fróð.
4. Verzló. Vonbrigði að þessu sinni.
5. MK. Þeir eru efnilegir þessir strákar.
6. ME. Furðulegur náunginn í miðjunni, þeir voru samt fínir.
7. MS. Að vanda fóru msingar lengra en þeir áttu skilið. (sagan endurtekur sig alltaf)
8. Laugar. Slakasta sjónvarpsliðið að þessu sinni. Hef samt séð mörg verri lið í sjónvarpi.

Bestu keppendur ársins:
1. Baldvin Borgó. Hann var langbestur í úrslitunum.
2. Ásgeir MA. Maðurinn er augljóslega klikkaður að keppa berfættur en geðveikir menn ná oft langt í þessari keppni.
3. Steini Borgó. Hefði verið í efsta sæti ef hann hefði ekki frosið í úrslitaleiknum.

Einkunn dómarans: Stefán stóð sig ágætlega á sínu öðru ári þó oft með of furðulegar spurningar fyrir minn smekk. Fannst hann betri í fyrra en það er mjög eðlilegt. Skilst hann ætli að hætta núna og tel það ráðlegt. Menn brenna fljótt út í þessu starfi.

Næsta ár:
Mörg lið mæta býsna breytt á næsta ári og því allt útlit fyrir að keppnin muni um margt minna á árið 2002 gæðalega séð en eins og menn muna er það tvímælalaust lélegasta ár GB. Ef MA ingarnir halda rétt á spöðunum ættu þeir að eiga afskaplega góða möguleika á sigri, enda með góða reynslu eftir þetta ár. MR, Verzló, MH, MK, MS munu öll senda góð lið og svo er alltaf spurningin með spútnik lið. Svo gæti Baldvin einnig mætt til leiks með Borgó og farið alla leið, en án hans mun Borgó detta út í útvarpi.
Óli Njáll  20:31| 
link
------------------

22.3.05

Annar góður dagur á Þjóðskjalasafninu

Mikið afskaplega er ég farinn að hata frumheimildir og þó ekki búinn að dvelja nema tvo daga (og það ekki heila) á Þjóðskjalasafni Íslands. Sat reyndar töluvert mikið við í dag eða ca 6 klukkutíma. Nóg er til af skjölum er varða Ísland og Kúbu, fæst þeirra eru þó áhugaverð. Merkilegt finnst mér að helstu samskipti landana virðast hafa verið persónuleg vindlakaup sendiherra okkar í Washington í gegnum ræðismanninn góða hann Suarez (að sjálfsögðu sá eldri).

Í sjónvarpinu er ekki neitt og því er ég að horfa á íslenskan körfubolta sem annars er afskaplega leiðinleg íþrótt. Fjölnir er að keppa við Snæfell. Mér stendur hjartanlega á sama um örlög beggja liða en engu að síður verð ég að halda með öðru liðinu. Það er alveg ömurlegt að horfa á íþróttakappleik og halda með engum. Best að halda með Fjölni þar sem Benni þjálfari er maðurinn sem seldi mér íbúðina okkar. Eflaust góður gæi.

Sunna er komin heim, best að fá sér bjór.
Óli Njáll  20:48| 
link
------------------

21.3.05

ÞÍ

Er ekki Þjóðskjalasafn Íslands æðislegur staður? Jú, held það bara. Ég er einmitt í harðri baráttu til að sannfæra sjálfan mig um að hvergi sé betra að vera enda mun ég sitja þar löngum stundum næstu daga og gramsa í skjölum um samskipti Íslands og Kúbu. Ef einhver lesandi býr yfir gagnlegum upplýsingum um þau málefni má hann hafa samband.

Verzló tapaði í undanúrslitum Gettu betur og ver því ekki titilinn. Strákarnir voru hálflélegir á miðvikudaginn og geta sjálfum sér um kennt. MA liðið á klárlega ekkert erindi í úrslitin og verða kjöldregnir af borgódrengjum. Jákvæði punkturinn í stöðunni er sá að sennilega hefði versló ekki heldur haft mikið í borgó að gera.

Sunnudagsfótboltinn var hálf slappur hjá mér að þessu sinni. Mætti með Þorgeirsbolann með mér og af einhverjum óskiljanlegum ástæðum var hann seldur yfir í lið andstæðinganna. Sú ákvörðun var klárlega vond og í kjölfarið töpuðum við illa. Njallinn var skapstór að þessu sinni og kennir hann hitanum í salnum um það. Sömu afsökun notar hann fyrir lélegri frammistöðu sinni.

Sagnafundur nálgast nú óðum. Gaman að því. Þetta verður drulluflott blað í ár.
Óli Njáll  18:39| 
link
------------------




Powered by Blogger