{ Óli Njáll - oli@verzzzzlo.is }

[ Naggur | Pall | Doktor | Múrinn | Anton | Gamalt ]

[ AC/DC | Thors | Smurf | Sverrir | Gneistinn | Kolla ]

[ Nuda Veritas | Kristin | Keflavík | Bendt | Sunna | Greinar ]

14.3.05

Kallinn bara kominn heim

Þá er maður nú kominn frá Köben, hvar ég og föngulegt fylgdarlið mitt dvaldi síðustu 5 daga í góðu yfirlæti á Hotel Ansgar. Ferðin var í alla staði mjög vel heppnuð ef frá er talið einkar bagaleg vist á Kastrup flugvelli í dag en það skráist allt á reikning Iceland Express sem er afleitt flugfélag. Já, á þessu heimili verður ekki verslað við Sterling skal ég sko segja ykkur.

Hvað gerði kaplógengið annars í Köben. Jú, við hófum strax á fyrsta degi stífa leit að herra Tuborg og Carlsberg, þeim ágætu andans mönnum. Eftir stutta stund fundust þeir varnarlausir á Strikinu og var ekki að sökum að spyrja, kallinn rankaði við sér á Kastrup í dag.

Aðrar fréttir eru þessar helstar:

Tveir góðir geisladiskar hafa bæst í safnið hjá mér. Fyrstan skal nefna Hopes and fears með Keane. Þegar sagnfræðingar framtíðarinnar rita ævisögu mína verður skrifaður kafli um þennan gjörning undir kaflaheitinu "Eiðrofsmálið" enda hafði ég svarið eið að kaupa aldrei neitt með hljómsveit sem heitir eftir fyrirliða Manchester United. Hvað næst, Rooney???

Einnig var fjárfest í safndisknum Awake með Live. Ég hef ekki enn afmeyjað þann disk en hugsa mér heldur betur gott til glóðarinnar enda afar góð sveit þarna á ferðinni og ég hef hvort eð er heyrt flest lögin áður.

Hvað er annars áhugavert á seiði hér heima? Jú, eitt ber vitanlega hæst en það er gleðifregn sú er mér barst með mogganum í morgun. Gísli Marteinn er að hætta!!! Þetta mun svo sannarlega kæta mitt geð. Hemma Gunn aftur takk fyrir. Annars er ófyrirséð með aukaverkanir af þessu brotthvarfi gússígússí-Gísla af skjánum og þá einkum áhrif á fjörgamlar lufsur þessa lands. Verið getur að konur á tíræðisaldri deyi unnvörpum úr ástarsorg. Það myndi minnka útgjöld ríkissjóðs hvað varðar lífeyrisgreiðslur sjúkrahúskostnað og viðhald elliheimila, já verra gæti það nú verið. Fólk sem fílar íhaldssúlf í sauðagæru á ekki mína samúð skylda.

Þetta síðasta mun einnig verða skrifað um í ævisögu minni. Sá kafli mun heita "Flagð undir fögru skinni".

Okey bæ.
Óli Njáll  21:39| 
link
------------------




Powered by Blogger