{ Óli Njáll - oli@verzzzzlo.is }

[ Naggur | Pall | Doktor | Múrinn | Anton | Gamalt ]

[ AC/DC | Thors | Smurf | Sverrir | Gneistinn | Kolla ]

[ Nuda Veritas | Kristin | Keflavík | Bendt | Sunna | Greinar ]

28.2.05

Furðulegt fólk

Sumt fólk sefur í kulda og trekki og lætur sér það vel líka. Jafnvel gengur þetta fólk svo langt að sofa með opnar svalahurðir um nætur. Í nótt bættist ég í hóp þessa fólks algerlega óviðbúinn. Ég skil ekki alveg hvers vegna Sunna skyldi hurðina eftir opna í gærkvöld. Sennilega vegna þess að hún er furðuleg manneskja. Hitinn í morgun var 17°C í íbúðinni. Kalt.

Á laugardaginn varð Sunna að bakka-lárusi artium. Það er furðulegur titill. Augljósa spurningin í framhaldinu er, hver var þessi Lárus? Í tilefni af þessu öllu voru mikil veisluhöld á Kapló, familían um daginn og hyskið um kvöldið. Mæting var almennt góð en einstaka menn lögðu á sig ómælt erfiði til að sleppa við veisluna, lögðust inn á spítala og báru sig illa. Sú afsökun verður ekki tekin gild aftur, sveisvei.
Óli Njáll  13:18| 
link
------------------




Powered by Blogger