{ Óli Njáll - oli@verzzzzlo.is }

[ Naggur | Pall | Doktor | Múrinn | Anton | Gamalt ]

[ AC/DC | Thors | Smurf | Sverrir | Gneistinn | Kolla ]

[ Nuda Veritas | Kristin | Keflavík | Bendt | Sunna | Greinar ]

22.2.05

Draumfarir ekki sléttar

Ekki dreymdi mig vel í nótt þar sem wordhugtök sóttu á mig linnulaust. Átti ég þar í löngum bardaga við þekju eina sem harðneitaði að vera 0,5" eins og lög gera ráð fyrir. Vildi hún mun fremur vera 0,8 sem vitanlega er gersamlega út í hött. Sömuleiðis var clipart að stríða mér og frysti tölvuna í hvert skipti sem það var notað.

Hví getur mig ekki dreymt hlookup og vlookup líkt og frægur maður gerði um árið?
Óli Njáll  11:49| 
link
------------------

21.2.05

Mánudagurinn í dag

Ég er letibloggari, því verður ekki neitað. En einmitt af þeim sökum ætti fólk að fagna því ógurlega þegar ég loksins blogga eftir margra daga hlé. En um hvað skyldi maður nú blogga.

Í fyrsta lagi fór ég í barnaafmæli í gær. Þar var hamagangur og læti. Kökur voru góðar og er það vel. Eftir afmæli fór ég í bolta og eyðilagði á mér bakið. Ætli þetta sé ættgengur fjandi? Í dag hef ég svo brutt íbúfen til að halda mér gangandi, þyrfti samt eiginlega eitthvað sterkara.

Gettu betur var í síðustu viku hér í Verzló og mínir menn skakklöppuðust í gegnum keppnina og rétt mörðu sigur á slöppu mk liði. Ef menn halda að svona frammistaða skili þeim hljóðnemanum þá eru menn á villigötum. Ljóst er að VÍ þarf að bæta sig mikið fram að úrslitaviðureigninni. Góð byrjun er að hætta að anda sem óður maður í mækinn!
Stebbi stóð sig ágætlega með spurningarnar að þessu sinni og mikið þótti mér gaman að sjá Í ræktinni með Kan í þriggja stiga spurningu. Algert anticlimax að ví skyldi ekki vita svarið.

Í hattrick er líka allt í blóma, fallegur sigur á Elements í gær og 3. sætið staðreynd eftir þrjár umferðir. Genadijs Zevnerovics er sennilega fallegasti fótboltamaður í heimi.

Er maður orðin of geðsjúkur þegar maður bloggar um tölvuleikinn sinn?
Óli Njáll  14:03| 
link
------------------




Powered by Blogger