14.2.05
Lukkudýrið mætt til leiks
Það er ekki ofsögum sagt að besti leikmaður Víkings í handboltanum er ég í hlutverki lukkudýrsins á pöllunum. Skrópaði á hk leikinn um daginn sem tapaðist. Mætti hins vegar í gær og Víkingar völtuðu yfir ka. Held ég þurfi að fara rukka Brjánsa fyrir alla þessa aðstoð.
Þessi íþróttahelgi var annars ömurleg. Horfði á ömurlegan tapleik Liverpool gegn Birmingham þar sem Lpool gat ekki skít. Horfði á tvo hrottalega dómara rústa leik Ír og Íbv. Ég þoli ekki að horfa á svona hrottalega lélega frammistöðu dómara. Kannski ég drulli mér til að taka landsdómaraprófið og æði í efstu deild. Vantar partner, einhverjir áhugasamir?
Rommkúlur eru hættulega góður hlutur.
Óli Njáll 12:08| link
------------------
|