{ Óli Njáll - oli@verzzzzlo.is }

[ Naggur | Pall | Doktor | Múrinn | Anton | Gamalt ]

[ AC/DC | Thors | Smurf | Sverrir | Gneistinn | Kolla ]

[ Nuda Veritas | Kristin | Keflavík | Bendt | Sunna | Greinar ]

14.1.05

Gettu betur nördinn ég

Já, auðvitað fylgist maður enn með af krafti og meira að segja mætti Njallinn á svæðið og sá Verzlinga sigla lygnan sjó í fyrstu umferð gegn Selfyssingum. En hvað getur maður nú sagt um þessa keppni?

Dómarinn:
Stefán á það til að vera furðulega steiktur inn á milli í spurningum sínum og því miður er víxlið oft mjög ójafnt það er leitt - honum til málsbóta verður að telja að margar spurningar eru hrein snilld.

Liðin:
Það verður ekkert spútniklið í ár. mr tvímælalaust ásamt Borgó besta lið fyrstu umferðar. Verzlingar voru kaldir en þannig voru þeir líka í upphafi keppni í fyrra. mhingar eru jafnleiðinlegir og alltaf en engu að síður eru þeir síðasta púslið í topp 4. Nokkur lið eru sæmileg en flest öll léleg. Stóra spurningin hlítur að vera: Hvernig geta skólar á borð við FB og FÁ ekki fundið einn einasta nothæfa mann í öllum þessum mannfjölda.

Reglurnar:
Eins stigs víxl er leiðinlegra en tveggja stiga víxl þar sem sveiflur í keppni eru miklu minni og keppnin því steríl. Lið sem nær 2-3 stiga forystu úr hraða getur vart tapað. Það er ömurlegt.

2. umferð:
Áður fyrr hefði ég glaðst yfir því að sjá tvo stærstu skólana mætast í útvarpi og þ.a.l. annan detta út. Nú syrgi ég það enda rýrir það skemmtanagildið - en ef það er einhvers staðar til guð á himni plís hentu mr út!!!
Verzló fær Norðfirðinga og eflaust fagnar Stefán Einar Stefánsson tækifærinu á hefnd frá 2002. Fjandinn hafi það, Verzló hlýtur að vinna það.


Óli Njáll  21:44| 
link
------------------




Powered by Blogger