{ Óli Njáll - oli@verzzzzlo.is }

[ Naggur | Pall | Doktor | Múrinn | Anton | Gamalt ]

[ AC/DC | Thors | Smurf | Sverrir | Gneistinn | Kolla ]

[ Nuda Veritas | Kristin | Keflavík | Bendt | Sunna | Greinar ]

2.12.04

Pýramídavitleysa

Mikið finnst mér fyndið að fullt af hálfvitum hafi tapað vænum summum af pening í norsku pýramídakerfi. Eiginlega vil ég taka í hendur svindlarana og hrósa þeim fyrir góðan árangur. Já, kannski er ég illur maður en ég get bara ekki haft samúð með fíflum sem leggja fullt af peningum í svona kjaftæði og væla svo þegar það áttar sig á að allt er glatað.

Hér í Verzló er einn alræmdur pýramídafúskari sem gerir sitt besta til að ná öðrum starfsmönnum inn í sinn vef - og það besta er að einhverjir eru nógu einfaldir til að falla fyrir þessu.

Hér með hef ég því ákveðið að stofna pýramída. Hann gengur þannig fyrir sig að þeir sem vilja vera með skulu senda á mig 5000 krónur. Þeir skulu síðan finna önnur 10 fífl sem eiga að senda 5000 krónur á þá og aðrar 5000 á mig. Já, þetta mun gera mig ríkan.

Óli Njáll  13:45| 
link
------------------

30.11.04

Sagan um glösin

Man ekki hvort ég hef einhvern tímann bloggað um æskuminningar mínar um óhreinu glösin á heimilinu. En mér er svo sem slétt sama, hér koma þær.

Svo er mál með vexti að á uppvaxtarárum mínum í háborg Reykjavíkur var viðloðandi vandamál á heimili foreldra minni glasaskortur. Eða öllu heldur ákveðin hneigð í glerglösum foreldra minna að vera skítug í vaskinum fremur en hrein uppi í skáp. Þessi óskiljanlega hegðun glasaforðans fór oft á tíðum illa með taugar foreldra minna og olli oft á tíðum mikilli úlfúð á heimilinu. Vitanlega hafði ég skýringar á reiðum höndum, allt var þetta ómenninu honum bróður mínum að kenna. Sá fúli fantur reyndi hins vegar yfirleitt að klína skömminni á mig. Ekki veit ég hvort faðir minn hefur nokkurn tímann jafnað sig á þessu en á tímabili var ég sannfærður um að hans versta martröð innihéldi skítug glös í vaski.

Nú vill svo til að svipað vandamál hefur gert vart við sig á Kaplaskjólsvegi 51. Glösin virðast alltaf hoppa skítug niður í vask. Og nú er erfitt að kenna Þorgeirsbola um ósköpin. Ergo þetta hlýtur að tengjast Sunnu á einhvern hátt. Augljóslega ekki mér.



Óli Njáll  21:16| 
link
------------------




Powered by Blogger