{ Óli Njáll - oli@verzzzzlo.is }

[ Naggur | Pall | Doktor | Múrinn | Anton | Gamalt ]

[ AC/DC | Thors | Smurf | Sverrir | Gneistinn | Kolla ]

[ Nuda Veritas | Kristin | Keflavík | Bendt | Sunna | Greinar ]

12.11.04

Jæja

Kaninn segist vera búinn að kála 600 "andspyrnumönnum" í Falluja. Að sjálfsögðu hafa USA-liðar misst miklu færri eða einungis 18 menn. Eftir stendur spurningin, hversu mörgum óbreyttum borgurum hefur verið slátrað?

Óli Njáll  13:50| 
link
------------------

8.11.04

Nýi vinur minn Rúnar

Rétt fyrir helgi barst mér í tölvupósti boðskort í 50 ára afmæli Rúnars Geirmundssonar og konu hans. Það er kannski helst merkilegt fyrir þær sakir að ég veit ekki til þess að ég hafi nokkru sinni hitt þetta ágæta fólk og veit á þeim engin deili.

Ég efast um að ég mæti.

Óli Njáll  10:36| 
link
------------------

7.11.04

Old speckled hen

Sit hér afslappaður í stofunni heima og sötra Old speckled hen. Ekki er ég neitt svakalega heillaður af þeim áfenga drykk, hann er þó alveg drekkanlegur en ekki það drekkanlegur að ég muni kaupa hann aftur.
Annars er þetta einhver árátta hjá mér að kaupa reglulega og smakka nýjar bjórtegundir. Sú hegðun mín hefur stundum kallað yfir maga minn og bragðlauka miklar kvalir enda eru sumar tegundir hreinlega afsprengi kölska.
Hvers vegna heldur maður sig ekki bara við Newcastle brown ale öllum stundum? Tja, ég veit ekki.

Ekki hyggst ég neita þeim orðrómi sem heyrst hefur um að ég hafi sötrað nokkra öllara um helgina í skálaferð Fróða. Hins vegar harðneita ég að þeir hafi verið fleiri en 10 á laugardeginum. Harðhausinn ég er hins vegar búinn að myndi hjá mér skemmtilegan fídus sem gerir það að verkum að ég get innbyrt óheyrilegt magn af bjór án þess að verða þunnur daginn eftir. Sá fídus verður óvirkur um leið og sterkt áfengi kemur í bland. Þarf að vinna í þessu greinilega.

Sunna fékk ógeðslega kúl hugmynd áðan. Ég held að við munum reyna að koma henni í framkvæmd næsta sumar. Ó, já. Nánari útfærsla síðar.

Óli Njáll  23:23| 
link
------------------




Powered by Blogger