Helgarspjallið
Hvað skyldi nú hafa drifið á daga Njallans þessa helgina? Hápunkturinn sennilega gott djamm á föstudaginn þar sem sagnfræðinemar komu saman og riðu húsum í miðborg Reykjavíkur. Hvað Björn Ólafsson afrekaði þetta kvöld verður ekki upplýst hér en hins vegar skal það lýðum ljóst að Jón Skapti var steindauður á Celtic um miðnætið.
Knattspyrnulega séð var þessi helgi upp og ofan. Liverpool sýndi meistaratakta og tók Hemma og félaga í bakaríið. (ég fór líka í bakarí um helgina, fékk ég þar brauð og snúð). I sunnudagsboltanum gat mitt lið ekki skít og stórtap staðreynd. Allt er þetta því að kenna að mínir fúllyktandi skór eru ónýtir og eru fætur mínir illa þjakaðir af þeim sökum.
En hattrick liðið mitt, Mumbai Maestro, vann góðan 4-1 útisigur gegn Stormi. Það er nú ekki leiðinlegt og ts nú paradise on earth.
I morgun var ég svo vaknaður snemma og mættur á BJB pústverkstæði um klukkan 8. Djöfull voru þeir snöggir að rífa pústið undan og skella nýju í staðinn. Nú þarf ég bara að spjalla við Valla bifvélavirkja, skipta um bremsudisk vinstra megin að framan (og væntanlega klossann líka) og losa um handbremsuna sem lætur öllum illum látum um þessar mundir og heldur hægra afturdekkinu í gíslingu. Spurning um að kíkja líka á kertin, eldsneytiseyðslan er kominn út fyrir allan þjófabálk.
Hér er tómlegt eftir að Bara kvaddi...
Óli Njáll 10:06| link
Náinn vinur fallinn frá
Ástækær gullfiskur okkar, Bara, til heimilis í Trévatni, Kaplaskjólsvegi 51, Reykjavík, andaðist á heimili sínu laugardaginn 23. október. Jarðarförin fór fram í kyrrþey.
Óli Njáll Ingólfsson
Sunna Mímisdóttir
Óli Njáll 01:08| link
------------------