14.10.04
Ódýr bjór
Njallinn og strumpurinn lögðu leið sína í Stúdentakjallarann í gærkveldi. Þar fengu þeir 4 bjóra hvor fyrir 100 kall með því að svara nokkrum spurningum rétt. Það var nú gaman. Kannski maður geri þetta oftar.
Óli Njáll 14:46| link
------------------
11.10.04
Newcastle brown ale
Bara minna á að það er besti bjór í heimi.
Annars er ég nokkuð lúinn sem stendur. Nóg að gera þessa dagana. Í gær héldum við Sunna svona fjölskyldukaffiboð þar sem við tilkynntum trúlofun okkar. Muhaha, ekki alveg!!! Ég átti víst ammæli um daginn þannig að við gáfum foreldrum okkar og fylgifiskum köku. Rjómaköku meira að segja þannig að grautfúli eldgamli brandarinn hans pabba er ónothæfur á næstunni:)
Í geymslunni á ég núna nóg af dósum og flöskum til að borga næstu afborgun af íbúðinni. Sennilega myndi sú summa líka dekka fyrirhugaðar viðgerðir á bílnum mínum. Já, það er sko hagkvæmt að endurvinna.
Óli Njáll 22:06| link
------------------
|