{ Óli Njáll - oli@verzzzzlo.is }

[ Naggur | Pall | Doktor | Múrinn | Anton | Gamalt ]

[ AC/DC | Thors | Smurf | Sverrir | Gneistinn | Kolla ]

[ Nuda Veritas | Kristin | Keflavík | Bendt | Sunna | Greinar ]

21.9.04

Pappafargan

Mikið óskaplega er ég kominn með leið á pappakössum eða bara bylgjupappa sama í hvaða formi hann er. Þetta óþol er vitanlega í beinu samhengi við flutninga mína.

Þar sem við Sunna vinnum bæði við menntastofnanir eru vitanlega öll húsgögn keypt í IKEA og þeim fylgir ávallt slatti af pappa. (fólk sem borgar mörghundruð þúsund fyrir húsgögnin sín í fínum verslunum gerir það eflaust til að sleppa við pappann)Reyndar er ég sannfærður um að ég hafi fengið meira af pappa en húsgögnum. Allavega fórum við tengdó 2 ferðir á jeppanum á Sorpu með það stöff.

Nú blasir annað eins við þar sem flestallir kassar sem notaðir voru við flutningana miklu eru tómir og hafa myndað heljarstóra hrúgu í ganginum mínum ásamt hinum og þessum afgangspappa sem virðist spretta eins og fótsveppafaraldur á Kaplaskjólsveginum. Sennilega er þetta einhvers konar bölvun sem tengist ógeðinu hinum megin við götuna.

Fyrir nokkrum árum henti ég að meðaltali 3-500 pappakössum á dag. Þol mitt hefur greinilega skerst til muna síðan þá.

Óli Njáll  10:21| 
link
------------------




Powered by Blogger