19.8.04
Loksins, loksins
Í gær skrifaði ég loks undir kaupsamning á nýju íbúðinni minni. Ekki seinna að vænta enda aðeins tvær vikur í afhendingu. Mjög gott mál þar á ferðinni. Nú á ég því aðeins steypu, enga peninga sem er gott enda er steypa mun gagnlegri en pappírsbleðlar.
Stundataflan mín fyrir veturinn í Verzló er kominn. Hún er ágæt, sérstaklega eftir að mér tókst að breyta tvöfalda sögutímanum sem upphaflega átti að vera klukkan hálf þrjú á miðvikudögum.
Durham getur ekkert í krikket fremur en vanalega, nú er það Essex sem fer illa með okkur. Guði sé lof fyrir rigninguna.
Danskir dagar voru fínir á Stykkishólmi um helgina. Ég fór ekki Vini vors og blóma og keypti heldur fátt á útimarkaðnum og svo sannarlega ekkert á uppboði lionsmanna. Drakk smá bjór, það er nú alltaf ágætt.
Óli Njáll 12:38| link
------------------
|