{ Óli Njáll - oli@verzzzzlo.is }

[ Naggur | Pall | Doktor | Múrinn | Anton | Gamalt ]

[ AC/DC | Thors | Smurf | Sverrir | Gneistinn | Kolla ]

[ Nuda Veritas | Kristin | Keflavík | Bendt | Sunna | Greinar ]

31.7.04

Merkisáfangi

Gamli góði bíllinn minn, Jörgen II., eins og hann var í upphafi kallaður náði í gær þeim merkisáfanga að skríða í 100.000 kílómetra. Það var því hátíðleg stund í Ártúnsbrekkunni í gærkvöldi.

Það er nú ekki mikið fyrir 8 ára gamlan bíl enda er jálkurinn enn í fantaformi. Reyndar eru dempararnir ónýtir sem stendur og nokkrir ryðblettir farnir að gera vart við sig. Þetta má þó laga með litlum tilkostnaði. Hann hefur staðið vel fyrir sínu í gegnum tíðina og er ég honum þakklátur fyrir.

En þótt aldurinn sé farinn að færast yfir þá hef ég engin áform um að selja minn ástkæra bíl. Hann verður í minni eigu þar til hann gefur upp öndina enda fengist ekki mikið fyrir hann í dag þótt ég reyndi að selja hann. (sérstaklega ekki þar sem hliðin farþegamegin er kengbeygluð enn)

Lengi lifi öðlingurinn Jörgen II., minn ástkæri bíll.

Óli Njáll  09:43| 
link
------------------

30.7.04

Ég fer í fríið

Þá hef ég unnið nóg í júlímánuði og ætla ekki að gera meir hér í Verzló fyrr en í ágúst. Ætla í burt yfir helgina og slaka aðeins á.

Íslandssaga til okkar daga er skemmtileg bók. Hin fínasta lesning.

Óli Njáll  16:28| 
link

Bókmenntir

Já, ég er bókmenntagúrú dauðans.

Annars er það helst í fréttum að ég er sennilega á leiðinni úr bænum um helgina. Akstur og drulla, það er gott.

Óli Njáll  14:46| 
link

Blessaðir Valsararnir

Ég kíkti við á seinni hálfleik hjá Val og Haukum í gærkvöldi. Valsararnir voru óttalegir klaufar að missa leikinn niður í jafntefli en þeir áttu sannarlega skilið að leggja Haukana að velli. Efsta sætið er samt enn okkar og 3 stig í næsta lið. Við hljótum að taka þetta.

Annars er ljóst að ef Valsmenn fara upp verður að eyða fjármunum. Liðið myndi fara beinustu leið aftur niður með þennan mannskap. Vissulega eru nokkrir vel nothæfir menn þarna, Sigurbjrön, Ungfrú Ísland, Bjarni, Siggi Sæberg, Baldur og einnig eru Kiddi Lár og Ólafur markvörður alvöru menn. Flest allir aðrir eru miðlungsmenn eða einfaldlega lélegir og mætti henda. Sem dæmi má nefna hinn vitavonlausa kantmann Mattías, framherjavibbana Hálfdán og Möller, Baldvin í vörninni og svona mætti telja lengi.

Já, kr-stílinn á þetta næsta sumar takk. Guð veit að ekki er hægt að byggja á uppöldum leikmönnum enda virðast bara aular vera að koma upp úr yngri flokkunum.

Óli Njáll  11:53| 
link
------------------

29.7.04

Í hádeginu

Nú fyrir skemmstu rölti ég út í Bónus í Kringlunni. Mér þykir ágætt að skipta við Baugsfeðga, hef frá þeim fengið dágóða peninga í formi vinnulauna í gegnum árin og einnig bjóða þeir ávallt hagstæðasta vöruverðið.  Fólk sem bölvar Baug eru allt saman fífl, fávitar eða þaðan af verra.

En hvað með það. Í Bónus fjárfesti ég í Egils kristal. (já, ég er svo ofsamlega mikið heilsufrík) . Þetta er í annað skiptið á fáum dögum sem ég kaupi slíkan varning og líkt og í fyrra skiptið ákvað fjárans flaskann að springa þegar ég reyndi að opna hana.  Hvað er málið með hæfilegt kolsýrumagn. Þegar maður er geðvondur í líkamsræktarátaki, má helst ekki borða neitt gott og þrælar ofan í sig viðurstyggilegum drykkjum á borð við Egils kristal og reynir af öllum mætti að sannfæra sjálfan sig um að þetta sé nú hinn fínasti drykkur meðan mann dreymir kók í hyllingum allan liðlangan daginn, þá eru svona uppákomur ekki það sem maður þarf á að halda. Aldrei springa kókflöskur svona yfir mann, tölvuna manns, samlokuna o.s.frv. Nei kók er vinur manns. Egils kristall er afsprengi hins illa.

Jæja, þá líður mér strax betur. Alltaf gott að fá útrás.

Óli Njáll  12:41| 
link

Diskurinn í vinnunni

Djöfull er leiðinlegt veður í dag, rigning og rok. Hvernig ætli veðrið verði í Vestmannaeyjum um helgina? Eflaust vont eins og venjulega en mér er nokk sama. Veðrið í útlöndum er ekki mitt áhyggjuefni nema þegar ég er þar sjálfur. Það fór t.d. í taugarnar á mér þegar regntíminn í Kenýa varð lengri en venjulega akkúrat þegar ég var á svæðinu.

Þegar illa viðrar er gott að vera inni. Jafnvel ágætt að vinna smá en þó er nauðsyn að hafa góða tónlist endrum og eins. Það sem viðheldur geðheilsu minni þessa stundina er ekkert slor. Neil Young er snillingur mikill og nú hljómar Harvest í tölvunni. Þetta er eini diskurinn sem ég á með Neil Young og því telst ég sennilega ekki mikill young spekingur. Ég er hins vegar mjög hrifinn af þessum eina disk mínum. Svipað dæmi og með Metallica aðdáun mína. Hún felst í því að ég á einn disk (já, rétt giskað, einmitt þann disk) og finnst hann góður. Hann er þó engan veginn hæfur til spilunar í vinnunni. Ekki svona vinnutónlist.

Jæja, áfram skal haldið. Heart of gold!!!!!!!!

Óli Njáll  10:15| 
link
------------------

28.7.04

Thai style

Á Smiðjuvegi 4 í Kópavogi má finna eitt best falda matarleyndarmál heims, tælensku matstofuna Thai Style. Þetta er alls ekkert venjuleg matstofa heldur er þetta í raun hið upprunalega Mekong endurborið. Oddur sjálfur stendur við afgreiðsluborðið, veggirnir eru bleikir og herra Thailandskóngur brosir uppi á veggnum ásamt fleiri fjölskyldumeðlimum og framandi guðum.

Matseðillinn er vitanlega sá sami og var á sínum tíma í Sóltúninu og verðið lágt. Maturinn bragðast líka eins og hann gerði. Loksins get ég tekið gleði mína á nýjan leik en í raun hef ég verið sorgmæddur allt frá því Oddur seldi Mekong og staðnum var breytt í búllu þar sem maturinn varð verri og verðið rifið upp úr öllu valdi.

Kao pad ped er eins og það var, æðislegt.


Óli Njáll  14:12| 
link

Sjoppur í mínu lífi part 1

Í kjölfarið á keppni
Stefáns Pálssonar um bestu sjoppurnar hef ég íhugað aðeins hvaða sjoppur hafa átt þátt í að móta líf mitt og þann persónuleika sem ér ber.

Ber fyrst að nefna sjoppuna í Straumnesi sem lengi var starfrækt í Vesturberginu. Straumnes var matvörubúð sem hafði flust í hverfið einhverjum árum áður en ég varð til. Hún hélt áfram að bera þetta furðulega nafn allt þar til nýir eigendur gengu í hina stórmerku verslunarkeðju Plúsmarkaða sem aftur urðu að Þinni Verslun er fram liðu stundir. En hvað með það. Í þessum bárujárnsklædda kofa var einnig starfrækt lítil sjoppa með snefil af vídeoleigu. Sennilega hef ég afrekað að sjá allar myndir sem þar voru í hillum enda tókst mér á tímabili að fá þann góða samning við eigendurna að ég fengi 2 gamlar myndir á 100 kall.

Sjoppa þessi var lengi rekin af Hallgrími nokkrum og fjölskyldu hans, síðast er ég vissi rak hann heildverslun með alls konar nammi og leigði einnig út ljósabekki. Í hans tíð vann Hallgrímur Jónasson handboltamarkvörður stundum í sjoppunni enda voru þeir á einhvern hátt skildir. Eftir að Hallgrímur seldi skipti sjoppan í það minsta tvívegis um eigendur þar til að hinn illi kaupmaður í Plúsmarkaðnum keypti sjoppuna lokaði henni og sameinaði loks húsnæðið við matvörubúðina.

Besti sjoppueigandinn var sennilega hún Ásta sem að mig minnir að hafi komið næst í röðinni á eftir Hallgrími. Hún hafði keypt sjoppuna því hún hafði ekkert að gera og undi hag sínum ágætlega þarna í nokkur ár. Hún var ekta sjoppukerling sem spjallaði töluvert við viðskiptavinina og á tímabili hefði ég getað þekkt alla stórfjölskylduna hennar með nafni. Það var einmitt við Ástu sem ég gerði vídeódílinn góða. Eftir henna daga fór að fjara undan sjoppunni góðu. Einn eigandinn hét Steinar og var hinn ágætasti. Ekki man ég eftir öðrum.

Sjoppan í Straumnesi var eðalsjoppa. Blessuð sé minning hennar.

Í dag er í húsnæðinu rekin lágvöruverðsverslunin Kaskó. Hún er ágæt.

Óli Njáll  11:38| link
------------------

27.7.04

Diskurinn

Diskurinn að undanförnu er In time REM sem er mikið snilldarverk. Þann disk keypti ég fyrir einhverjum mánuðum síðan en hef lítið hlustað á. Tilgangurinn með kaupunum var afskaplega takmarkaður þar sem ég á flest öll lögin fyrir enda á ég að mig minnir alla diska REM frá og með Green sem er mjög gamall.  Reyndar á ég ekki Monster sem stafar af því að ég var í mikilli fýlu út í sveitina á þeim tíma fyrir að fylgja meistaraverkinu automatic for the people eftir með slíku rusli. Er samt í seinni tíð farinn að íhuga að fjárfesta í þeim disk þótt hann innihaldi aðeins eitt gott lag.

Annars hef ég lengi velt fyrir mér hvort ég eigi að fjárfesta í gamla stöffinu frá sveitinni en þar er um auðugan garð að gresja enda hefur sveitin gefið einhverja 16-17 diska ef ég man rétt. Spurning hvort það sé þess virði. Á eldgamlan safndisk með því sem þeir gáfu út fyrir 1989 og sá er ekkert voðalega góður.

Ég hlustaði líka á Madonnu um helgina, það er gæðastöff.

Óli Njáll  10:58| 
link

Bölvun Fylkismanna

Þetta lið er alveg stórmerkilegt. Bestir í fyrri hluta móts og klúðra alltaf í þeim síðari. Í ár virðast þeir rétt ætla að endast fram yfir mitt mót enda ekki að undra þar sem þjálfarinn er Láki lúser sem tókst að fella Val í fyrra. Ég horfði einmitt á Grindavíkurleikinn í imbanum í gær. Fylkir sökkar og einhverra hluta vegna fer það í taugarnar á mér að Albert Ingason sé Fylkismaður. Maður af þessari ætt má bara spila með einu liði á Íslandi.

Davíð Oddsson ku vera á batavegi. Það er gott enda er íhaldið leiðinlegt þegar krulludvergurinn er ekki til staðar. Það er alltaf hægt að hlægja að geðveikinni í manninum.

Leiknir - KFS í kvöld. Jakob Spangsberg mun setja þrennu, ó já.

Óli Njáll  09:25| 
link
------------------

26.7.04

Uppgjör helgarinnar

Ég sá Shreck 2 á föstudaginn. Sú mynd er alger snigggggld og skemmtum við Sunna okkur konunglega.  Ekki var nú mikið meira gert þann daginn.

Á laugardagskvöldinu var síðan haldið til Dóru í 25 ára afmæli. Þar voru nú ekki margir sem maður þekkti en samt Eva, Halli og Kalli. Þar hitti ég líka Dísellu í fyrsta skipti í langan tíma. Veitingar voru góðar og barþjónar ekki búnir að ná áfengiskaupaaldri. Mjög gott.

Mumbai maestro vann loksins leik í Hattrick um helgina. Það verður endurtekið um næstu helgi þegar liðið mætir rauðhundinum Brjáni.

England vann Vestur Indíur í fyrsta testinu. Það er gaman að því, verst að minn maður Harmison gat ekki skít.

Ætti ég að segja eitthvað merkilegt hérna? Nei, ég gæti svo sem bloggað um hvernig ég valtaði yfir nafna minn Gneista í körfubolta í gær en ég ætla að sleppa því.


Óli Njáll  15:01| 
link
------------------




Powered by Blogger