Diskurinn
Diskurinn að undanförnu er In time REM sem er mikið snilldarverk. Þann disk keypti ég fyrir einhverjum mánuðum síðan en hef lítið hlustað á. Tilgangurinn með kaupunum var afskaplega takmarkaður þar sem ég á flest öll lögin fyrir enda á ég að mig minnir alla diska REM frá og með Green sem er mjög gamall. Reyndar á ég ekki Monster sem stafar af því að ég var í mikilli fýlu út í sveitina á þeim tíma fyrir að fylgja meistaraverkinu automatic for the people eftir með slíku rusli. Er samt í seinni tíð farinn að íhuga að fjárfesta í þeim disk þótt hann innihaldi aðeins eitt gott lag.
Annars hef ég lengi velt fyrir mér hvort ég eigi að fjárfesta í gamla stöffinu frá sveitinni en þar er um auðugan garð að gresja enda hefur sveitin gefið einhverja 16-17 diska ef ég man rétt. Spurning hvort það sé þess virði. Á eldgamlan safndisk með því sem þeir gáfu út fyrir 1989 og sá er ekkert voðalega góður.
Ég hlustaði líka á Madonnu um helgina, það er gæðastöff.
Óli Njáll 10:58| link
Bölvun Fylkismanna
Þetta lið er alveg stórmerkilegt. Bestir í fyrri hluta móts og klúðra alltaf í þeim síðari. Í ár virðast þeir rétt ætla að endast fram yfir mitt mót enda ekki að undra þar sem þjálfarinn er Láki lúser sem tókst að fella Val í fyrra. Ég horfði einmitt á Grindavíkurleikinn í imbanum í gær. Fylkir sökkar og einhverra hluta vegna fer það í taugarnar á mér að Albert Ingason sé Fylkismaður. Maður af þessari ætt má bara spila með einu liði á Íslandi.
Davíð Oddsson ku vera á batavegi. Það er gott enda er íhaldið leiðinlegt þegar krulludvergurinn er ekki til staðar. Það er alltaf hægt að hlægja að geðveikinni í manninum.
Leiknir - KFS í kvöld. Jakob Spangsberg mun setja þrennu, ó já.
Óli Njáll 09:25| link
------------------
26.7.04
Uppgjör helgarinnar
Ég sá Shreck 2 á föstudaginn. Sú mynd er alger snigggggld og skemmtum við Sunna okkur konunglega. Ekki var nú mikið meira gert þann daginn.
Á laugardagskvöldinu var síðan haldið til Dóru í 25 ára afmæli. Þar voru nú ekki margir sem maður þekkti en samt Eva, Halli og Kalli. Þar hitti ég líka Dísellu í fyrsta skipti í langan tíma. Veitingar voru góðar og barþjónar ekki búnir að ná áfengiskaupaaldri. Mjög gott.
Mumbai maestro vann loksins leik í Hattrick um helgina. Það verður endurtekið um næstu helgi þegar liðið mætir rauðhundinum Brjáni.
England vann Vestur Indíur í fyrsta testinu. Það er gaman að því, verst að minn maður Harmison gat ekki skít.
Ætti ég að segja eitthvað merkilegt hérna? Nei, ég gæti svo sem bloggað um hvernig ég valtaði yfir nafna minn Gneista í körfubolta í gær en ég ætla að sleppa því.
Óli Njáll 15:01| link
------------------