4 sýslur
Spurning dagsins er á þessa leið: Hvað eiga ensku skírin Surrey, Lancashire, Leicestershire og Glamorgan sameiginlegt?
Verðlaun eru 1 Thule bjór í dós.
Óli Njáll 23:10| link
Hressileg byrjun
Ég er barasta mættur í vinnuna. Sit einn og yfirgefinn uppi í rjáfri hér í Verzlunarskóla Íslands og massa glærupakka. Landnám Íslands er tilbúið og stjórnkerfi þjóðveldisaldar í mótun. Þetta eru meiri afköst en allt sumarið hingað til.
Áðan rölti ég í Hagkaup og keypti mér morgunskatt. Skyr, banani og kringla er fínn morgunmatur fyrir mann í líkamsræktarátaki. Jú,jú ég er enn að þykjast ætla að verða ofurtöffari, stæltur og massaður. Gengur ekkert alltof vel enda er matur góður. Í Kringlunni voru útsölur út um allt. Íhugaði að líta við í Boss en jafnvel á útsölu er verðlag þar út úr kortinu. Rölti því bara sæll og glaður framhjá í æfingabuxum og stuttermabol.
En vikan framundan er spennandi. Stefnan er sett á eitt alarmasta krummaskuð Íslands á fimmtudaginn, já ég er að tala um Garðinn þar sem Víðir ætlar að taka á móti Leikni í 2.deildinni. Eftir aðeins 1 sigur í síðustu 5 leikjum er nauðsyn fyrir mína menn að hirða öll stigin og laga markatöluna. Það er ólíðandi að Spangsberg sé ekki langmarkahæstur í deildinni því hann er yfirburðamaður.
Félagi Björn hefur jafnframt boðið mér að líta við í sumarhreysi sínu í landbrotinu. Þar gæti ég tekið upp á því að hoppa upp á bykkjubak í fyrsta skipti á ævinni. Ég hef aldrei reynt það áður en hins vegar fór ég á beljubak í nokkrar mínútur þegar ég var ca. 5 ára. Það var æðisleg stund og þá minningu mun ég að eilífu varðveita enda eru beljur heilagar og æðislegar skepnur.
Óli Njáll 11:29| link
------------------