góður göngutúr
Nú áðan rölti ég í góða veðrinu frá Hofsvallagötunni upp í Útvarpshús. Það var hressandi og bætti skap mitt töluvert en ég var hálf fúllyndur í morgun. En með þessu er líkamsrækt dagsins þó ekki búin. Á eftir verður farið í Ræktina, heilsað upp á Júrí og tekið hraustlega á því. Ég er í stuði núna.
Durham er mesta kúkalið í heimi, því er nú verr og miður.
Óli Njáll 16:51| link
Kaplaskjólsvegur 51
Þann fyrsta september mun ég fá afhenta lykla að nýrri íbúð okkar Sunnu. Þeim sem vilja vita hvar er bent á að lesa fyrirsögnina aftur. Þeir sem vilja leigja 10 fermetra herbergi á jarðhæð með salerni af mér geta svo haft samband við mig.
Hlakka ég til að flytja? Já,já þetta verður ágætt um leið og ég verð búinn að sprengja upp hið ógeðslega mannvirki sem er hinum megin við götuna. En fyrst maður er á leiðinni að flytja á kr-völlinn þá var ekki úr vegi að kíkja á fh-kr í gær. kr-ingar geta ekki rassgat, nema Kjartan Henrý, sá ungi piltur er ágætur.
Á meðan tapaði Valur fyrir Stjörnunni 2-3. Voðalegt klúður er þetta og því er hk komið í efsta sætið.
Í aðaldeildinni (2. deild) á Leiknir að mæta Víkingi á morgun. Ég efast um að ég fari til Ólafsvíkur enda er bíllinn minn hálf slappur eftir að gamall leigubílstjóri klessti a hann um daginn. Held að sniðugt sé að fara varlega með hann fram að viðgerð.
Ekki fór ég á Metallica tónleika. Það er kannski synd. Reyndar hef ég aldrei fílað neitt annað frá þeirri hljómsveit en svörtu plötuna. En sú er reyndar virkilega góð.
Sjálfstæðismenn hljóta að vera hálfvitar allir sem einn ef þeir fara ekki að gefast upp á krullaða dvergnum fljótlega.
Óli Njáll 12:34| link
------------------