{ Óli Njáll - oli@verzzzzlo.is }

[ Naggur | Pall | Doktor | Múrinn | Anton | Gamalt ]

[ AC/DC | Thors | Smurf | Sverrir | Gneistinn | Kolla ]

[ Nuda Veritas | Kristin | Keflavík | Bendt | Sunna | Greinar ]

28.6.04

Wagamama

Matgæðingahorn Óla Njáls mælir með veitingahúsinu, eða öllu heldur veitingakeðjunni Wagamama. Einn slíkan stað má finna við Leicester square í London. Þar er góður matur og fín stemming.

Jafnframt vill knattspyrnudeild þessarar síðu benda á þá staðreynd að Milan Baros er sniglingur. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem þessu er haldið fram á þessari síðu enda geta þeir sem vilja leitað í eldri færslum og séð að iðulega hefur hér verið rekinn harður áróður fyrir því að fá drenginn í byrjunarlið Liverpool. Benitez getur ekki verið jafn tregur og Houllier var og því verður Baros markakóngur deildarinnar næsta vetur.

Í dag heldur áfram stóráták Óla Njáls í heilsurækt. Síðasta vika var vel nýtt þar sem við Lambkáli sprikluðum sem óðir væru 5 daga í röð. Eftir hvíld helgarinnar verður maður að byrja í dag aftur. Eins og stendur er Njallinn 87 kíló samkvæmt hinni 500 króna IKEA baðvigt sem til er á Hofsvallagötu 23. Hver heilvita maður sér að það er nokkrum kílóum of mikið fyrir mann sem rétt slagar upp í 180cm.
Óli Njáll  10:10| 
link
------------------

27.6.04

Brjálæðingurinn ég

Næsta vetur ætla ég að vinna 120% vinnu og jafnframt stunda mastersnám við Háskóla Íslands. Það verður nóg að gera. Kannski er ég líka að fara að kaupa íbúð. Núna er ég svo á fullu að gera fjarnámskúrs og skrifa b.a. ritgerð. Vinna, vinna, vinna. Er ég vinnualki?

Áðan kíkti ég aðeins á tölvupóstinn minn. Komst að því að uvg hafði boðað fund klukkan 20 síðastliðinn fimmtudag. Hvaða lifandi maður boðar fund á sama tíma og England-Portúgal er í imbanum? Jamm, ég skrópaði.

Áðan rifjaðist líka eitt upp fyrir mér, sú leiða staðreynd að mjög langt er um liðið síðan ég eyddi síðast kvöldi í miðri viku í hópi góðra manna á Ara í Ögri og sötraði bjór. Jafnframt hef ég ekki komið á Næstabar svo mánuðum skiptir. Er sá staður enn til?
Úr þessu þarf að bæta og það fljótt.
Óli Njáll  22:01| 
link
------------------




Powered by Blogger