Skýrslugjöf
Þá hef ég gefið Lögreglunni í Reykjavík skýrslu um ógæfu mína í sambandi við bílþrjótinn illa í vesturbænum. Eins og við var að búast er ekkert hægt að gera í þessu máli nema mér á einhvern undarlegan hátt takist að finna klestan hvítan bíl sem ég get klínt verknaðinum á. Það væri þó vissulega gaman.
Valur tekur á móti Haukum í kvöld. Ég hyggst vera þar og öskra mig hásan. Ég er reyndar kvefaður og búinn að vera það frá því fyrir páska. Röddin mun því ekki endast út fyrri hálfleikinn. En sem betur fer fór ég til læknis í gær og fékk smá pensilín. Þetta verður því orðið fínt þegar ég fer til Kenýa eftir rúman hálfan mánuð.
Annars er ég með allt á hælunum þessa dagana. Á eftir að fara yfir öll prófin í Verzló og er ekkert byrjaður að lesa fyrir samanburðarstjórnmálaprófið, (kúl, langt orð). En koma tímar, koma ráð.
Óli Njáll 13:52| link
Bölvaðir kr-ingar:
Já, enn ein ástæða til að vera illa við kr-inga bættist við í gær þegar einhver þeirra klessti bílinn minn og stakk af, djöfulsins dusilmenn þar á ferð. Vissulega hef ég enga sönnun þess að viðkomandi hóruungi sé kr-ingur en þar sem þetta átti sér stað á bílaplani kr-inga sitja þeir uppi með sökina.
Hvað í ósköpunum fær menn til að haga sér svona. Í fyrsta lagi er erfitt að klessa bíl á bílastæði (ég sem árekstursfræðingur mikill af eigin raun veit það, mér hefur aldrei tekist að lenda í árekstri á bílaplani, bara flestum öðrum stöðum). Í öðru lagi er afrek að strauja alla helvítis hliðina á bílnum. Ég hélt að flestir tækju nú strax eftir því þegar þeir rækjust á annan bíl. En þetta forheimska gerpi afrekaði það sumsé að beygla alla hliðina á bílnum mínum.
Þetta þýðir að ég verð að heimsækja lögguna og gefa skýrslu. Eiginlega bara prinsippsins vegna, hálf ómögulegt verður að finna sökudólginn og ég fæ alveg að borga þetta úr eigin vasa. Blessunarlega er hann ekki alveg tómur þannig að þetta reddast og guði sé lof fyrir að þekkja góðan bílasprautara. Er samt að hugsa um að mæta með hafnarboltakylfu við frostaskjólið næstu dagana. Ef ég sé hvítan klestan bíl(löng hvít rönd á mínum bendir óneitanlega til þess að sökudólgurinn hafi hvítan stuðara) verður bílstjóri hans ekki öfundsverður af sínu hlutskipti.
Annars er þessi dagur ekki alslæmur, ég fékk inngöngu m.a. nám í mannauðsstjórnun í dag og gamli kallinn faðir minn komst heilu og höldnu heim af spítala. Jamm, svona er lífið.
Óli Njáll 00:00| link
------------------