{ Óli Njáll - oli@verzzzzlo.is }

[ Naggur | Pall | Doktor | Múrinn | Anton | Gamalt ]

[ AC/DC | Thors | Smurf | Sverrir | Gneistinn | Kolla ]

[ Nuda Veritas | Kristin | Keflavík | Bendt | Sunna | Greinar ]

21.4.04

Hitt og þetta smávægilegt

Jæja, þá er kennslu lokið þennan veturinn. Við tekur prófagerð, yfirsetur og einkunnagjöf. Sat sveittur áðan við að reikna saman mína bekki og á nú bara eftir að slá inn tölurnar í kerfið. Þetta er ljúft.

Í gær var svo peysufatadagur Verzló. Prúðbúnir 4. bekkingar voru ferskir og gáfu mér 4. bekkjarbókina og eina rós. Síðan var hringt í mig í nótt úr torkennilegu númeri. Ég skellti á. Gruna fulla fjórðubekkinga um þá hringingu.

Krikketið gengur ágætlega í dag. Ég hef reyndar sannfærst um að hinn ástralski Marcus North sé fressköttur í sekk hjá Durham. Sá maður er sko ekki að dansa þrátt fyrir fögur fyrirheit í upphitunarleikjum. Og by the way þá töpuðum við leiknum gegn Hampshire þrátt fyrir að ungu strákarnir Peng, Davies og Plunkett hafi allir verið að standa sig með miklum sóma. En leikur dagsins (og næstu 3 daga) er við hið fyrnasterka lið Notthinghamshire en innanborðs þar eru m.a. Kevin Pietersen, Stuart McGill og Dave Hussey, allir þrusuleikmenn. Durham byrjar þó leikinn ágætlega og eru komnir í 153/3 núna. Gary Pratt og Nicky Peng að standa vaktina núna og báðir komnir yfir 40 stigin. Marcus North að sjálfsögðu dottin út ásamt fyrirliðanum Lewis og hirðfíflinu Gordon Muchall.

Já og ritgerð hangir víst ennþá yfir mér. Það er nú leitt.
Óli Njáll  14:03| 
link
------------------




Powered by Blogger