Á bókhlöðunni
Alveg merkilegt hversu mikið magn af furðulegu fólki leynist á bókhlöðunni, með furðulegu fólki á ég við furðulegu í útliti. T.d. fólk sem klæðir sig eins og það sé litblindara en Þórir Hrafn Gunnarsson, eða fötum sem engan veginn passa miðað við stærð, fólk sem hefur ekki uppgötvað að til er stétt manna sem klippir hár þannig að maður þarf ekki að gera það sjálfur, stelpur sem virðast hafa málað sig meðan þær engdust um í flogakasti, fólk sem virðist ekki hafa farið í bað svo vikum skiptir og svo mætti lengi telja. Já, svona leið mér líka eitt sinn er ég kíkti inn í mh. Merkilegt.
Óli Njáll 16:27| link
Samanburðarstjórnmál
Ótrúlegt en satt þá er Óli Njáll Ingólfsson mættur á Bókhlöðuna og farinn að lesa heimildir fyrir ritgerð. Já, ævintýrin enn gerast.
Brian Lara setti heimsmet í gær og Indverjar eru vondir við Pakistana. Þetta eru fréttirnar úr krikketheiminum. Öllu áhugaverðari fréttir eru þær að enska county cricketið hefst á föstudaginn. Mitt lið Durham hefur leikinn gegn Hampshire en í því liði eru m.a. Shane Warne og Michael Clarke. Því miður verður enginn Shoaib í liði Durham né Herchelle Gibbs. En MArcus North verður þarna og mun gera góða hluti. Já, við verðum að vinna þennan leik til að komast af stað. Gaman að því.
Óli Njáll 12:58| link
------------------
11.4.04
Páskar
Þeir eru í dag og ég fékk páskaegg. Það var gott. Verst að ég er svoldið lasinn ennþá en það batnar vonandi fljótlega.
Hattrick í kvöld, ég er sennilega að fara að tapa enn og aftur:(
Sugababes voru flottar, sérstaklega Heidi.
Svínakjöt í gær og svo partý hjá Tona. Fínt mál.
Óli Njáll 14:24| link
------------------