{ Óli Njáll - oli@verzzzzlo.is }

[ Naggur | Pall | Doktor | Múrinn | Anton | Gamalt ]

[ AC/DC | Thors | Smurf | Sverrir | Gneistinn | Kolla ]

[ Nuda Veritas | Kristin | Keflavík | Bendt | Sunna | Greinar ]

3.4.04

Ennþá glaður

Jamm, skemmtilegur fréttatími hjá RÚV. Ekki leiðinlegt að rifja upp gærdaginn.

Annars er verulega gaman að fylgjast með hversu svekktur almenningur virðist vera út af sigri Verzló. Endalaust röfl um það á mörgum bloggsíðum að borgó hafi verið miklu betri. Sú kenning er hins vegar langt frá því að vera sönnuð. 3 töp í röð á móti VÍ er heldur ekki til að styrkja grundvöll kenningarinnar.

Líka gaman að frétta hversu margir mringar eru fúlir yfir því að VÍ hafi hirt hljóðnemann.
Óli Njáll  19:43| 
link

Dagurinn eftir

Mikið afsakplega passar hljóðneminn vel inn í nýja skápinn fyrir framan skrifstofuna í Verzló enda á hann þar heima. Hvílík gleði eftir sigurinn. Annars fannst mér keppnin mjög góð í alla staði, liðin geta reyndar bæði meira að ég tel en þau sýndu í gær. En tvímælalaust einhver magnaðasti endir sögunnar á gb keppni. 18-21 og svo negldu Verzlingar þríþrautina og 2 bráðabanaspurningar. Hversu ljúf tilfinning er það að sjá brosið á Loga þegar að cobra svarið kom, svo beið hann í smá stund með að segja rétt en maður vissi 100% að þetta var komið. Síðan opnuðust allar flóðgáttir hjá Verzlingum sem þustu upp á svið í brjálæði miklu.

Annars má velta fyrir sér hvort einhver bölvun hvíli á Borgarholti, annað hvort tapa þeir í bráðabana í úrslitum eða strax í fyrstu umferð í útvarpi. Og reyndar tapa þeir líka alltaf á móti VÍ. Það er mjög góð hefð. En borgarholtsstrákarnir geta borið höfuðið hátt enda stóðu þeir sig mjög vel, verður gaman að sjá þá á næsta ári.

Kvöldið var svo afskaplega ljúft, við Hallur og Sunna drógum okkur aðeins í hlé eftir mestu fagnaðarlætin og settumst aðeins niður á Hofsvallagötunni áður en við Hallur röltum í bæinn og fögnuðum meira. Já, þetta var æðislegt kvöld.

Að lokum vil ég bara óska verzlóliðinu, þjálfurum og liðstjórum innilega til hamingju í hundraðasta skiptið. Þetta var vinnusigur dauðans, voru ótrúlega duglegir í vetur og allir sem fylgdust með keppninni frá upphafi sáu hversu miklum framförum þeir tóku frá því í janúar. Strákar þið voruð frábærir.

Já, 2. apríl verður framvegis haldin hátíðlegur á þessum bænum.
Óli Njáll  10:22| 
link

Sigur

Ó já, auðvitað sigruðu Verzlingar. Við erum bestir!!!
Óli Njáll  00:05| 
link
------------------

2.4.04

Úrslit

Gettu betur aðeins 3 tímum í burtu. Ég hef ekki hugmynd um hvernig þetta fer en vona þó að Verzló taki þetta. Enn fremur vona ég þó að Stefán komi með einhverjar magnaðar spurningar. Nú er tíminn til að sýna það allra besta.

Fidel Edwards að gera góða hluti. Mér líkar vel við nafnið Fidel.
Óli Njáll  17:01| 
link
------------------

1.4.04

Mynni

I síðustu færslu skrifaði ég óvart mynni í stað þess að segja minni þegar fjallað var um Marcus North. Ég biðst opinberlega afsökunar.
Óli Njáll  20:25| 
link
------------------

31.3.04

Spennandi sumar framundan hjá Durham

Jújú, þetta er krikketblogg og fjallar um hið frábæra lið Durham.

Síðasta tímabil var svona upp og niður tímabil. Okkur gekk fremur illa í eins dags keppninni og 20/20 var ekkert til að hrópa húrra fyrir. County deildin (4 daga leikir) gekk hins vegar fínt framan af. Þegar 3 umferðir voru eftir átti Durham mjög góða möguleika á að tryggja sér sæti í 1. deild að ári. Þá fór hins vegar allt í baklás og við enduðum að mig minnir i 6. sæti. Stjórnarmenn Durham ákváðu að þetta væri ekki nógu gott og þörf á að styrkja hópinn.

Og það er sko verið að vinna í því. Strax í haust var tilkynnt að Herchelle Gibbs, sá knái opnunarbatsmaður frá S-Afríku, myndi taka við af Martin Love sem útlenski batsmaður liðsins. Love var ekki að standa sig nógu vel, Gibbs hefur hins vegar alla burði til að slá í gegn í Englandi. Skömmu síðar var gengið frá því að Shoaib Akhtar, Rawalpindi express, sem stóð sig mjög vel síðasta sumar, myndi leika áfram með félaginu.

Til að styrkja hópinn enn frekar var Windies all-rounderinn Gareth Breese fenginn til liðs við félagið. Maður með hæfileika og reynslu. Annar Windies leikmaður gekk svo til liðs við Durham nú fyrir skömmu en þar er á ferðinni medium fast bowlerinn Reon King en sá var fyrir nokkrum árum talinn arftaki Curtley Ambrose og Cortney Walch. Ekki hefur nú ræst svo vel úr drengnum enda hafa meiðsli hrjáð hann ansi mikið. Engu að síður kjörinn bowler í 2.deildina ensku. Ekki spillir fyrir að hann, ásamt Breese, teljast ekki sem útlendingar.

Þar sem Herchelle Gibbs missir af nokkrum vikum vegna anna með landsliði S-Afríku fengu stjórar Durham því cover leikmann fyrir hann nú í síðustu viku og er það ekki mynni maður en Marcus North. Fyrir þá sem ekki kannast við Marcus North þá er hann í fyrsta lagi Ástrali. Það eitt þýðir að hann er ógeðslega góður. Í öðru lagi þá var hann 5. hlaupahæsti maður áströlsku pura cup nú í vetur og var með meðaltal upp á 56 í leikjum sínum fyrir Western. Það þýðir að hann er alveg fáránlega góður leikmaður. Í þokkabót er hann aðeins 25 ára gamall þannig að sennilega eigum við eftir að sjá hann einhvern daginn í ástralska landsliðisbúningnum.

Þessir útlendingar eru tvímælalaust einhverjir þeir bestu sem ensk sýslulið hafa innan sinna vébanda. Að auki eru hjá Durham margir ungir strákar sem eiga þó enn eftir að springa út endanlega, má þar nefna Gary Pratt og Gordon Muchall. Sömuleiðis ungstirnið Nicky Peng. Ef þessir strákar ná að þroskast í sumar og taka skrefið úr því að vera efnilegir og yfir í það að vera góðir þá er Durham á leiðinni í fyrstu deild.

Ó, já!


Krikket er kúl, ó já....
Óli Njáll  23:24| 
link
------------------




Powered by Blogger