20000kr
Já, skattmann hyggst rukka mig um þá upphæð og rúmlega það á haustmánuðum, skv. útreikningi þegar ég skilaði skattframtalinu áðan. Þar af er 5500 kall í svokallaðan framkvæmdasjóð aldraðra. Það sér það hver heilvita maður að það er rangnefni enda væri landið troðfullt af elliheimilum ef þessir peningar rynnu til þeirra verkefna sem þeir eru eyrnamerktir.
Sumir halda að tölur sem þessar eigi að vera leyndarmál. Það er rangt. Ég lýsi því glaður yfir hvað skattmann ætlar að rukka mig um. Jafnframt gef ég það hér upp að heildarlaun mín á síðasta ári voru 1.227.684 krónur fyrir skatta og gjöld. Allar launatölur eiga að vera opinberar og öllum aðgengilegar. Hægri menn sem halda öðru fram eru einvörðungu að reyna að fela skattsvik sín og skoðanabræðra sinna.
Óli Njáll 20:22| link
Lestur
Þessa vikuna er mikið að gera. Erfitt námsprógram. Á föstudag skal nefnilega mætt í tímaritgerð hjá Hannesi H. Gissurarsyni. Ég er þegar búinn að lesa mest allt efnið. Það er mjög jákvætt. Þarf bara að lesa aðeins í seinni bókinni og svo glósur.
Dr. Jóhann M. Hauksson heimtar skil á verkefnum líka á föstudag. Mál þar standa ekki jafnvel enda ég ekki byrjaður. Það stendur þó allt til bóta. Reyni sennilega að gera þetta í kvöld.
Ég var ótrúlega hagsýnn áðan og keypti brauð og álegg og smurði í frystinn. Keypti einnig mjólkurvörur og ávaxtadrykki. Nú er nóg til af matvælum á Hofsvallagötunni. Svo eigum við líka þetta fína múslí frá mömmu. Matarbirgðir sjaldan staðið jafn vel. Ég er undirbúinn fyrir fimbulvetur.
Verzló - Hraðbraut á morgun: Ég lít upp úr Hannesi til að kíkja þangað. Úrslitin engin spurning, bara gaman að sjá Verzló á sigurbraut.
Óli Njáll 14:33| link
------------------