21.2.04
Líf mitt í stuttum setningum
Ég er á leið í barnaafmæli. Þegar því líkur tekur við partý hjá Baldri. Í beinu framhaldi af því árshátíð. Að lokum partý hjá Evu. Í dag er ég búinn að vinna. Einnig fór ég í bollur til M&P.
Í gær drakk ég mig fullan í boði IMG. Margt gott fólk var þar. Úti var kalt.
Í fyrradag sé ég mestan part úr GB keppni. Liðin voru einhver þau lélegustu er sést hafa í sjónvarpi lengi. Keppnin var þó góð, þ.e. spurningarnar.
Í vikunni fór ég þrisvar í Ræktina og einu sinni í fótbolta. Ég skal grennast.
Óli Njáll 14:34| link
------------------
17.2.04
Bölvað sé Þrekhúsið
Í gær mætti Óli Njáll gallvaskur í Þrekhúsið ásamt fríðu föruneyti. Skemmst er frá því að segja að þessi stöð sýgur feitastan. Í reynd bara ekkert jákvætt um hana að segja. Ljótur og niðurníddur búningsklefi, tækin drulluléleg og skíturinn flæddi um öll gólf og langt upp á veggi. Subbuleg stöð í meira lagi. Í þokkabót er þetta ekki hús heldur einhver lélegur klamburkofi, teygjusalurinn undir súð og þegar ég get ekki staðið uppréttur nema sumstaðar þá er lofthæðin ekki nógu mikil. Ég fer aftur í mína ástkæru Rækt á Seltjarnarnesi strax á morgun. Þá er einmitt 18. febrúar. Nýtt visatímabil. Jibbí.
Óli Njáll 10:49| link
------------------
|