{ Óli Njáll - oli@verzzzzlo.is }

[ Naggur | Pall | Doktor | Múrinn | Anton | Gamalt ]

[ AC/DC | Thors | Smurf | Sverrir | Gneistinn | Kolla ]

[ Nuda Veritas | Kristin | Keflavík | Bendt | Sunna | Greinar ]

12.2.04

Kosningar í dag

Röskva hafði loksins samband í gærkvöldi. Þar fá þeir stóran plús. Óli Njáll mætir á kjörstað í dag, þar mun einhver hreyfinganna fá kross. Hver það verður, veit nú enginn og það verður ekki gefið upp. Best að hafa þetta leynilegt.

Liverpool sigraði Manchester City í gær. Leikurinn var ekki sýndur eins og ég hélt. Það var leitt. Í kvöldmat voru bjúgu og kartöflur, ég fékk að bera ofn upp stiga en ekki neinn fótbolta. Það voru vonbrigði.

Mér hundleiðist, heima á ég toblerone. Arg, ég er tobleronefíkill:(
Óli Njáll  11:47| 
link
------------------

11.2.04

Ég er kominn heim

Ljúfir dagar í menningarborginni Róm eru á enda og ég kominn heim á klakann. Ferðin í alla staði mjög góð. Lesendur fá ekki neina langa ferðasögu né myndir úr henni á þessari síðu. Þess má reyndar geta að Eiríkur K. Björnsson er mikill ferðalagadólgur.

Kosið er til stúdentaráðs í dag og á morgun. Hvað í ósköpunum á maður að kjósa. Förum yfir kostina:

Vaka: Hægrimenn eru ekki minn fyrsti valkostur. Hafa þó Hannes félaga minn í 4. sæti og hafa staðið sig sæmilega undanfarin ár. Í það minnsta eru þeir ekki verri en Röskva var árin þar á undan.
Röskva: Jamm, ég er víst vinstrimaður og á því að vera bókað atkvæði þar. Gunni flokksmaður leiðir listann sem eru góð rök fyrir að kjósa þá. Stefnumálin eru stórfurðuleg. Mér er nokk sama um einhverja launastiku háskólakennara, allavega ekki stærsta málið á dagskrá hjá mér. Ábyrgðarmannakerfið er heldur ekki í hópi minna stærstu áhyggja.
H-listinn: Þeir fengu mitt atkvæði í fyrra og gætu fengið það aftur núna. Ég er ekki hlyntur þessu Vöku/Röskvu kerfi og þykir fínt ef hægt er að drepa þær hreyfingar algerlega og koma á skynsamlegu kerfi í stúdentaráði. Svo skilst mér á kunnugum að oddviti þeirra sé ágætur náungi.

Vaka er búin að hringja í mig fyrir þessar kosningar. Fyrir það fá þeir plús. H-listinn hringir ekki í neinn, fyrir það fá þeir mun stærri plús. Röskva hringir í fullt af fólki en hefur ekki hringt í mig. Stór mínus þar, egóistinn ég lít á mig sem merkilegasta kjósanda þessara kosninga og ég er móðgunargjarn kjósandi. En ég mun ákveða mig endanlega í kjörklefanum.

Liverpool mætur Manchester City í kvöld. Ætli ég glápi ekki á leikinn með pápa gamla. Áfram Liverpool!!!
Óli Njáll  11:44| 
link
------------------




Powered by Blogger