Erlendur gjaldeyrir
Nú er komið að þeim merka tímapunkti að koma sér út í banka og næla sér í smá gjaldeyri. Slatta af Evrum fyrir Ítalíu og nokkur pund fyrir þennan eina dag í Cambridge. Persónulega finnst mér mjög leiðinlegt að kaupa evrur fyrir ítalíuferðina, það væri miklu skemmtilegra að kaupa lírur enda fengi maður alveg svimandi háar upphæðir líra fyrir fáar íslenskar krónur. Þá væri hægt að finnast maður ríkur í nokkra daga.
Óli Njáll 13:36| link
Nóg að gera
Ég er búinn að vera ansi iðinn þessa helgina. Ber þar fyrst að nefna komu okkar Sunnu í afmælisveislu Þórs Steinarssonar á föstudagskvöldinu. Þar var saman komið margt góðra manna og skemmti ég mér nokkuð vel. Hljómsveitin Tenderfoot spilaði og reyndist mjög góð þótt aldrei hafi ég heyrt um hana áður. Gamall kunningi minn úr Hagkaupum, Konni, var þar á gítar og stóð sig allvel.
Á laugardeginum var farið haldið í partý í einhverjum kastala á Öldugötu. Vá, stórt hús!!! Ég þekkti ekki neinn en fékk ókeypis bjór. Það er alltaf mjög gott. Vitanlega bauð Þór einnig upp á bjór á föstudeginum þannig að maður drakk næstum frítt þessa helgi. Ég hélt þó snemma heim á leið á laugardeginum og fór að sofa. Hlustaði þó fyrst á nýja Eric Clapton diskinn minn og líkaði allvel.
Og talandi um Clapton þá bættum við Sunna ágætlega við geisladiskasafn okkar um helgina. Ber þar fyrst að nefna Unplugged disk með áðurnefndum Clapton. Hann stendur fyrir sínu. Næst skal kynna til sögunnar A night at the Opera. Hingað til hefur heimilið aðeins getað státað af safndiskum Queen en á því skal nú gerð bragarbót. Dionne Warwick syngur lög Burt Bacharach á þeim þriðja sem var keyptur. Burt er vitanlega alger snillingur. Að lokum var gripinn með Parachutes með Coldplay. Löngu kominn tími á smá Coldplay hér á Hofsvallagötuna.
Leiknir tapaði móti ír í gær á háðuglegan hátt. Eins gott að þetta er bara Reykjavíkurmótið.
Óli Njáll 11:28| link
------------------