Vírusar ríða húsum
Já, hér er allt að verða vitlaust enda dúndrast nú vírussýktir tölvupóstar yfir kennara í Verzló, jafnvel helstu brögð Þórðar Haukssonar (já, tölvuforritið Þórður Hauksson) duga ekki til að halda þeim í burtu. Sérstaklega er fyndið þegar að aðstoðarskólastjóri opnar óvart einn slíkan víruspóst. Í kjölfarið sendi Þórður út viðvörun að fólk ætti ekki að opna slíka pósta. Það var fyndið.
Á morgun er foreldradagur hjá 4. bekk í Verzló. Þar mæti ég sem umsjónarkennari og spjalla við foreldrana, mér finnst þetta fyndið á súrrealískan hátt. En nú er ég sumsé að undirbúa þetta, safna að mér gögnum úr öllum fögum og vitnisburðum. Ég mun rokka feitast annað kvöld.
Óli Njáll 18:21| link
Ítalía
Nú styttist óðum í að sögudeild VÍ haldi í menningarreisu til Rómar en lagt verður af stað næsta þriðjudag. Það er ekki amalegur félagsskapur í útlöndum, 6 stykki sögukennarar, hver öðrum fróðari og skemmtilegri. Planið er annars að halda fyrst til Englands og eyða nótt í Cambridge áður en haldið er til Rómar með hinu ágæta flugfélagi Ryanair en þar verður dvalið í 4 nætur og eflaust ýmislegt skemmtilegt brallað.
Ókostir við ferðina eru að ég missi af fríum miða á nemó-söngleikinn á þriðjudaginn og vitanlega af nemó sjálfu á fimmtudaginn. Við nánari umhugsun er hið síðarnefnda ekki ókostur heldur blessun. Nemó er bara til vandræða.
Óli Njáll 10:09| link
------------------
27.1.04
Þetta er bilað drasl
Eða hvað...
Óli Njáll 09:46| link
------------------
26.1.04
Nú er að prófa hvort blogger er enn í fílu út í mig!!!
Óli Njáll 13:38| link
------------------