24.1.04
Hjálpi mér allir heilagir
Ekki var nú gaman að sjá Verzló keppa við Iðnskólann. Iðnskólinn sökkaði og okkar strákar einnig, það síðarnefnda kom mér mun meira á óvart en hitt. Ég hins vegar veit að Verzlóliðið getur mun betur en þetta og það þurfa þeir svo sannarlega að gera í næstu umferð þegar att verður kappi gegn mh-ingum. Merkileg staðreynd að þó að mh-ingar séu upp til hópa ógeðslegar, asnalegar og slímugar skepnur þá tekst þeim ávallt að vera með ágætis lið í þessari keppni. Reyndar ævinlega leiðinlegasta liðið í keppninni og árið í ár er þar engin undantekning, gjammarar og leiðindaskarfar. En þau voru drullugóð í gærkvöldi, þvi miður:(
Leiknir tapaði fyrir kr með eins marks mun, 3-2, í gærkveldi. Það var leitt en eflaust dómaraskandall eða eitthvað enda hafa kr-ingar aldrei unnið eitt né neitt verðskuldað og hafa eflaust ekki byrjað á því í gær.
Óli Njáll 11:10| link
------------------
23.1.04
Gettu betur eða Leiknir/kr???
Ég er í miklum vanda fyrir kvöldið í kvöld. Augljóslega ætla ég að horfa á leik Íslands og Ungverjalands í handknattleik, en sá leikur er klukkan hálf sex og lýkur því sennilega um sjö leytið í kvöld. Hvernig sá leikur fer er erfitt að segja en ég held að Sigfús Sigurðsson muni pakka þessum austantjaldsaumingjum saman og félagar hans munu svo valta yfir leifarnar. Eftir þetta tek ég mér matarpásu enda nauðsyn að hlaða batteríin eftir svo erfiða þrekraun sem handboltagláp er.
Um kvöldið stend ég svo frammi fyrir tveimur valkostum. Klukkan átta er leikur Leiknis og kr í Reykjavíkurmótinu í knattspyrnu. Ég sá Leiknismennina gegn Þrótti um daginn og skemmti mér prýðilega enda margt jákvætt við leik liðsins, kunnugir segja mér svo að liðið hafi einnig spilað fantavel á móti Val um daginn. Ég hef því fulla trú á því að það stefni í frábært Leiknisár og því væri gaman að sjá kr-ingum pakkað saman í kvöld.
Einnig væri hægt að mæta á Gettu betur keppnir í Útvarpshúsinu en þar er Verzlunarskólinn meðal keppenda í kvöld. Sjálfur hef ég þjálfað alla 3 keppendur Verzlóliðsins og er því hálf siðferðislega bundinn að mæta og styðja strákana. Á móti kemur að sú keppni verður eflaust ekkert skemmtileg en tveir möguleikar eru í stöðunni. A) Verzló burstar iðnskælinga en miðað við söguna eru líkurnar á því yfirgnæfandi B) Iðnskólinn kemur á óvart, stendur í Verzló og jafnvel sigrar. Að horfa upp á slíkt væri hreinlega ávísun á nokkra daga þunglyndi.
Boltinn kostar 800 kall, Gettu betur er ókeypis. Þetta gætu orðið veigamikil rök í kvöld þegar ég tek ákvörðun.
Óli Njáll 15:24| link
------------------
|