{ Óli Njáll - oli@verzzzzlo.is }

[ Naggur | Pall | Doktor | Múrinn | Anton | Gamalt ]

[ AC/DC | Thors | Smurf | Sverrir | Gneistinn | Kolla ]

[ Nuda Veritas | Kristin | Keflavík | Bendt | Sunna | Greinar ]

16.1.04

Stefán að standa sig

Fyrstu keppnir Stefáns Pálssonar voru ansi góðar að mínu mati og sérdeilis ánægjulegt þegar nýr dómari byrjar keppnina strax á réttum nótum. Hraðaspurningarnar voru ansi léttar, það er fínt í fyrstu umferð. Enginn hefur gaman af að hlusta á furðulið svara 2-3 stigum í þeim. Þær mættu alveg þyngjast aðeins eftir því sem keppninni vindur fram en það er þó engan veginn nauðsyn. Víxlspurningarnar voru alveg á hárréttu erfiðleikastigi. Mjög fínt.
Liðin sem komust áfram í gærkvöldi munu ekki gera neinar rósir í þessari keppni, það er hægt að slá því föstu þrátt fyrir að keppnin sé rétt að byrja. Gætu þó alveg komist í sjónvarpið, það ræðst þó allt á hvernig dregst í aðra umferð.
Óli Njáll  09:49| 
link
------------------

15.1.04

Knattspyrnuhetjur

Lykilorð á vélritunarprófum eru oftast nær knattspyrnuhetjur og það flestar úr Liverpool. Lykilorðið í dag var hins vegar Svansson, sem vissulega er knattspyrnuhetja mikil enda lykilmaður í stórliði Leiknis. Ekki könnuðust þó margir við kappann.
Óli Njáll  14:47| 
link
------------------

14.1.04

Kenýa handan við hornið

Ferðafélagi minn á komandi sumri, Anton Karl Ingason, er gersamlega orðinn óður í Kenýa, les kenýskar bækur, talar swahili í frístundum og mætir oftar en þörf krefur í bólusetningar við kóleru með þeim rökum að alltaf sé nú gaman að fá sprautur.
Hann sá einnig um að grennslast fyrir um kostnað við það að fá vegabréfsáritun til Kenýa og komst að því að verðið er um 500 krónur sænskar. Mér finnst skrýtið að Kenýamenn rukki mann um sænskar krónur fyrir áritunina. Af öllum gjaldmiðlum heimsins, SÆNSKAR krónur!!!
Óli Njáll  18:22| 
link

Hallur syngur

Við hlið mér syngur Hallur Örn Jónsson jólalög. Heyrt hef ég fegurri rödd:)

Skólinn byrjar á morgun, það verður nú gaman enda verð ég nemandi hjá Hannesi Hólmstein Gissurarsyni í námskeiðinu Stjórnmálaheimspeki.
Óli Njáll  13:36| 
link

Múhahahaa

Í aðferðafræði 1 féllu rúmlega 100 manns, það er dágóður slatti. Kúrsinn er hins vegar mikið grín og gaman og fengu sumir 9,5 þrátt fyrir æði takmarkaðan undirbúning. Það er hið besta mál.
Alþjóðastjórnmál gengu ekki alveg jafn vel en ágætlega engu að síður. 8,0 í kúrs með meðaleinkunn sem skreið yfir 5.
Almenn Félagsfræði var verst, 7,5 þar. Meðaleinkunn var 5,8 þannig að þetta er ekki nógu gott. Hins vegar miðað við vinnuframleg alveg töluvert há einkunn.
Meðaleinkunn er því um 8,36 þegar ein einkunn á eftir að berast. Það er ásættanlegt. Ef reiknað væri meðaleinkunn í réttu hlutfalli af vinnuframlagi nemanda þá væri ég tvímælalaust á topp 3 listanum.
Úff, ég er svo snjall.

Vonandi hefur mér tekist að pirra einhvern með þessu bloggi. Þá má sá hinn sami láta mig vita.
Óli Njáll  11:05| 
link
------------------




Powered by Blogger