Blogg í skammdeginu
Áfram skal haldið með frásögnina af jólaævintýrum Óla Njáls og fylgifiska hans í lífinu.
Þorláksmessuskatan sígilda var alls ekki snædd þann 23. desember heldur þann 21. desember. Þessi nýbreytni er svo sem ágæt þar sem á messu heilags Þorláks snæddum við Sunna í Granaskjólinu, hangikjöt með uppstúf og vitanlega grænar baunir og allt tilheyrandi. Skatan var líka alveg jafn góð þótt borðuð hafi verið tveimur dögum of snemma.
Ekki hélt Óli Njáll í kirkju á þessum jólum enda ekki venja á þeim bænum. Rámar þó í miðnæturmessu fyrir allnokkrum árum síðan. Það var nú meiri andskotans húmbúkksvitleysan, sálmagaul um miðjar nætur. Slíkt verður ekki endurtekið. Kirkjur og kristin trú skipa engan sess í jólunum nema hjá þeim örfáu sannkristnu þjóðkirkjusálum sem á klakanum leynast. Þó má ekki gleyma ágætlega stórum hópi hræsnara sem þykist trúa á himnafeðgana og hyski þeirra í 13 daga jóla. Fyrir mér eru jólin gleðistund algerlega án trúarlegra óþæginda. Það þarf ekkert kraftaverk til að réttlæta það að taka nokkra daga frí, borða góðan mat, gefa gjafir og fitna, hvað þá lygasögu um hreina mey í Palestínu fyrir 2000 árum síðan.
Jólin liðu að þessu sinni án stórvægilegra fjölskylduboða en ritari þessa bloggs er svarinn andstæðingur slíkra samkoma. Þær eru ávallt slæmar, tengist það sennilega hatri undirritaðs á öllum skyldufögnuðum. Í fjölskylduboðum sem og öðrum stórum veislum er oft samankomið mikið af góðu fólki í furðulegri stemmingu og þar er sjaldnast fjör þrátt fyrir góðan ásetning viðstaddra.
Svipað dæmi með skyldufagnaði eru áramótabæjarferðir. Nú eru áramótin stærasta hátíð ársins að mínu mati og stærri en sjálf jólin. Á áramótunum borðar maður besta mat í heimi með besta eftirrétt í heimi, slappar af, spilar og skýtur upp rakettum. Á eftir skal síðan ætíð halda í gleðskap í heimahúsi. Margir hafa þó þann háttinn á að hrein nauðsyn sé að mæta í bæinn eða á einhverja ofurstóraskemmtun eða dansleik þessa nótt. Fásinna mikil þar á ferð. Í bænum er fullt af fólki sem er þar statt einvörðungu af þeim sökum að það heldur að það tilheyri að vera þar á þessari stund. Stemmingin er þar hins vegar súr, allt er helmingi dýrara en venjulega, allir skemmtistaðir troðfullir og göturnar pakkaðar af útúrdrukknum 15 ára unglingum. Partý í heimahúsum eru hins vegar mikið meira stuð og ég mætti í eitt slíkt. Vesturgata 53 rokkaði feitt um þessi áramót og heiðursverðlaun fyrir vasklega framgöngu fær Jóhannes Runólfsson. Að öðru leyti voru áramótin einnig vel heppnuð, góðar ragettur og tilheyrandi. Nema kannski djöfuls bomban sem sprakk yfir okkur pabba í 10 feta hæð. Það var anticlimax.
Í jólakrikketumfjöllunninni minni steingleymdi ég að minnast á frækilega frammistöðu Pakistana sem lögðu Nýja Sjáland að velli um jólin. Aðalmaðurinn þar var enginn annar en Shoaib Akhtar sem var fáránlega góður að vanda. Hann verður einmitt aftur með Durham næsta sumar.
Svo maður endi þetta með orðum meistara Bruce Willis sem ég horfði á í imbanum í gærkveldi: jibbíkajey motherfucker!!!
Óli Njáll 15:09| link
MMIV
Jæja, árið 2004 bara byrjað og kominn rúmur hálfur mánuður frá síðasta bloggi. En með nýju ári er von á tíðara bloggi.
Jólin voru fín í fyrra. Góður matur, góðir pakkar. Enginn þó jafngóður og hin kynngimagnaða krikketkylfa sem ég fékk frá Sunnu ásamt kylflahönskum. Einnig fékk ég ágætis buxur frá henni. Aðrar góðar gjafir má svo sem einnig minnast á: Töfrasproti(jamm, svona eldhústæki), matardiskar, djúpir diskar, skálasett, Söguatlas, Best of Boney M(geisladiskur), rafmagnstannbursti, Zirh snyrtidótssett, ilmvatn, konfektkassi, Thatcher bolur og furðuleg bók sem nefnist Kæfusögur. Sumt af þessu fengum við sunna reyndar saman, og reyndar einhvað fleira s.s. matvinnsuvél.
Ljóst er að krikketkylfan mun fljótlega gera mig að besta batsmanni Íslands, enda verða stífar æfingar á þessu ári. Ekki veitir af þar sem fyrirhuguð er krikketferð til Englands í sumar og ekki gerir maður sig að athlægi fyrir framan tjallann. Annars eru jólin tími krikketáhugamannsins. Fullt af testum í gangi um þessar mundir. Stutt er síðan England tapaði sinni seríu gegn Sri Lanka þar sem meistari Murali fór á kostum. Þau úrslit komu svo sem ekki mikið á óvart en mikið hrós eiga tjallarnr skilið fyrir baráttu til síðasta manns. Vestur Indíur eru búnar að láta kjöldraga sig í Suður Afríku að undanförnu. Ekki kemur það mikið á óvart og fátt hafa þeir sér til málsbóta ef undan er skilin Brian Lara sem er góður gaukur. Síðast en ekki síst má nefna seríu Ástralíu og Indlands en þar er staðan 1-1 eftir 3 test og það fjórða og síðasta stendur nú yfir. Og loksins í nótt sýndi meistari Tendulkar sitt rétta andlit og bombaði Ástalina til helvítis. Indland stendur í 290/3 eftir fyrsta dag. Ekki amalegt það. Er Steve Waugh að tapa í sínum hinnsta landsleik? Það væri nú sorglegt fyrir þann mikla krikketjöfur. En ekki myndi ég gráta það, enda eru Ástralir óþolandi góðir og bara gaman að sjá þá tapa.
OG já, til hamingju með jólin og nýtt ár!!!
Óli Njáll 13:11| link
------------------