{ Óli Njáll - oli@verzzzzlo.is }

[ Naggur | Pall | Doktor | Múrinn | Anton | Gamalt ]

[ AC/DC | Thors | Smurf | Sverrir | Gneistinn | Kolla ]

[ Nuda Veritas | Kristin | Keflavík | Bendt | Sunna | Greinar ]

18.12.03

Samverji

Nú í morgun barst mér hugljúft tölvubréf. Þetta bréf kom frá frú Jewel Taylor sem er víst eiginkona Charles Taylor. Svo virðist sem hennar staða sé nokkuð slæm í augnablikinu og hún þarfnast aðstoðar. Þar sem ég er vitanlega mjög hjálpfús maður þá bendi ég hér með alþjóð á að hægt er að hafa samband við frú Taylor á póstfangið jewel_taylor99@hotmail.com. Já, sýnið nú manngæsku ykkar og góðvild með því að hjálpa þessari indælu konu. Hún þarfnast einungis að þið lánið henni bankareikninginn ykkar.
Um daginn fékk ég bréf frá einhverjum skyldmennum Sani Abachi, þau voru í svipuðum aðstæðum og þörfnuðust hjálpar minnar. Sökum klaufaskapar hef ég nú eytt því bréfi og get ekki dreift boðskap þeirra hér á þessari síðu. Sárt er að sjá hversu sár neyð þessa fólks er sem áður lifði kóngalífi.
Mér lýður vel núna, sökum þess að nú hef ég hjálpað frú Taylor með því að dreifa boðskap hennar enn frekar. Ég er þó ekki alveg tilbúinn að lána henni bankareikning alveg strax.
Óli Njáll  13:09| 
link

Alls ekkert merkileg

Jamm, svo hljóðar álit mitt á LOTR nr. 3. Hún er langdregin og á köflum hreinlega leiðinleg. Samt ágæt inn á milli.
Óli Njáll  09:46| 
link
------------------

15.12.03

LOTR

Miðvikudag klukkan 20 í Smárabíó í boði Mastercard. Jæja, þar kom að því að það borgaði sig að vera með Atlas kort. Alltaf gaman að frímiðum.

Keiko var víst jarðaður í kyrrþey. Mér finnst það alveg óborganlega fyndið. Þó ekki jafn fyndið og tilhugsunin um Keiko í kistu á miðju kirkjugólfi og sálmar sungnir yfir honum.
Óli Njáll  11:51| 
link

Tíðindi
Ekki ætla ég að blogga ítarlega um handtöku gamals sunnimuslima í Mesópótamíu. Það er nefnilega bara leiðinlegt og mun í þokkabót ekki hafa nein áhrif á mannkynssöguna.
Hins vegar tapaði Liverpool allhressilega fyrir Southampton á laugardaginn. Það er vondur dagur í sögu mannkyns enda dó Keiko þann sama dag. Nú skal Houllier afhausaður, hann verðskuldar engan veginn sitt starf.
Hattrick liðið ógurlega, Mumbai Maestro, sigraðu Bozos 9-0. Það telst ásættanlegt. Hef nú sigrað alla 5 deildarleikina á tímabilinu og er því augljóslega í efsta sæti í minni deild. Mats ofurframherji skoraði bara 1 af þessum 9 mörkum en alls skoruðu 7 leikmenn að þessu sinni.
Í dag er próf í aðferðafræði 1 sem ég hef engan áhuga á og engan metnað fyrir. Hef því lært sama og ekkert undir þetta próf. Mun þó auðveldlega ná því enda er tölfræði meira skemmtun heldur en námsefni. Aðferðahlutinn sökkar þó að sama skapi. Bæ.
Óli Njáll  09:51| 
link
------------------




Powered by Blogger