Í fréttum er þetta helst! Okey, ég er alveg djöfulli latur að blogga um þessar mundir. ÞAð er útaf því að ég er alltaf að læra, svo einfalt er það. En nú verður bætt úr því enda tekur það mig sárt að heyra af fjöldasjálfsmorðum niðurlútra lesenda minna sem ráða ekki við að vera án pistla minna í nokkra daga. Hér er tengill á Einar Gunnarsson. Ekki spyrja! Ég hef átt við smávægileg hnémeiðsli að stríða að undanförnu og keypti mér því svona hnésokk einhvers konar í gær. Vonandi leysir hann öll mín vandamál. Eina vandamálið er hvað svona hvítt teygjudæmi er ljótt. Var að spekúlera að kaupa mér rándýra bláa fallega hnéhlíf bara út á kúlið. En nei, sparnaðurinn vann og ég verð með ljótt hné í bolta í kvöld. Við Sunna elduðum mexíkó fyrir M&P í gærkveldi og ég hitaði meira að segja kaffi handa þeim gömlu. Kaffivélin mín nýja hefur því sannað ágæti sitt enda ágætis kaffi sem þarna var á boðstólum. Hráefnið, Merild 103. Fínt kaffi. Bauninn klikkar ekki. Í dag er krikket, Sri Lanka er á góðri leið með að taka Englendinga. Nei, endurorðum þetta. Muttiah Muralitharan er á góðri leið með að taka Englendinga. 46/7 eru engar smá tölur. Já, hann er bestur. Af öðrum vígstöðvum, Gabba, er það helst að frétta að Ástralir eru að taka Indverja í bakaríið á fyrsta degi. Hver bjóst svo sem við öðru:) Óli Njáll 09:47| link ------------------