Hurðu! Jú, víst...
Já, þetta bara farið að virka. Best að spjalla þa eitthvað við umheiminn.
Í kvöld skal haldið á Verzlóvælið þann stórmerka atburð í menningarlífi Íslendinga. Ég hef alltaf gaman af þessu og mun að sjálfsögðu halda með kvartetnum úr 4-E sem tvímælalaust mun ekki vinna þessa keppni. En áfram samt strákar!!!
Einar Gunnarsson sagði ófyndin hlut um raddir mínar og Antons í dag. Hvað er málið, það er ekkert líkt með okkur og við tölum ekki eins!!!
3-G var óþægur í dag og vildi helst tala um einhverjar myndir af mér. Ekki er það gott umræðuefni, þótt vitanlega sé ég ávallt fallegur á myndum.
Mumbai Maestro sigraði örugglega í bikarkeppni Hattrick í gær. 3. umferð bíður en fyrst er deildarleikur á sunnudaginn. Það óheppna lið sem mér mun mæta verður flengt allhressilega. Já og jafnvel blæða...
Óli Njáll 14:03| link
Tilraun 704
Æja, þetta er nú hætt að vera fyndið.
Óli Njáll 13:58| link
------------------
19.11.03
Dautt blogg
Ég held að umheimurinn geti ekkert lesið af því sem ég skrifa núna. Þá er spurningin, til hvers í andskotanum að skrifa eitthvað yfir höfuð? Jú, úr þessu ófremdarástandi gæti ræst og þá er nauðsyn að til séu haldgóðar heimildir um líf mitt í hinu mirka blogghvarfi.
Ég fór í rannsókn hjá ÍE áðan og komst að því að ég er 180 á hæð og 86,2 kíló. Fituprósenta 18,5 og blóðþrýstingur góður. Sumsé, ég er ómótstæðilega fallegur og heilbrigður í ofanálag. Haha, ekki allir jafn fullkomnir og ég. Í verðlaun fékk ég bol... ég valdi svartan.
Óli Njáll 12:47| link
------------------
18.11.03
Mexíkó
Í gærkveldi var afmælismatur hjá Kára Mímissyni sem hægt er að flokka sem mág minn. Hálf fyndin tilhugsun að nota orðið mágur um 11 ára strák, það er eitthvað svo fullorðinslegt og leiðinlegt við þetta hugtak. Og hvernig skilgreini ég mág, verð ég að vera orðinn giftur til að geta kallað hann það? Æ, veit ekki, skiptir ekki máli.
Alla vega þá var maturinn alveg einstaklega góður, mexíkóveisla svo mikilfengleg að borðið svignaði undan krásunm. Ég fór vel saddur frá herlegheitunum og horfði á Ryan O detta út úr survivor, það þótti mér leitt þar sem hann hafði ekkert til saka unnið. Helst vil ég losna við gömlu leiðindaskrugguna sem kom aftur sem outcast. Hún er svo leiðinleg og auk þess drap hún Andrew sem var minn gaur númer 2 á eftir hinum feita og skemmtilega Rupert.
Best að enda þetta á smá krikketi en England er að skíta á sig gegn Sri Lanka í fyrsta ODI leik þeirra í þessari seríu. 44/6 er staðan hjá þeim núna. Reyndar er algert helvíti að reyna að skoða cricket.org núna þar sem Indland er líka að keppa í dag og það gegn Ástralíu en það þýðir að heill miljarður indverja er á netinu og hægir ótæpilega á síðunni.
Óli Njáll 10:15| link
------------------
17.11.03
Enn með lubbann
Ekki er sjón að sjá mig núna, er búinn að vera að farast úr kvefi og slappleika í dag. Tengi ég þetta vitanlega beint við hinn ógnvekjandi hárlubba sem á mér hvílir en úr honum munu eflaust spretta hinar illvígustu drepsóttir ef hann fær að vera áfram óhreyfður. Sá óheppni maður sem fær það hlutverk að snyrta hann mun ekki eiga sjö dagana sæla enda verður þetta ámóta áhættusamt og að æða inn í regnskóg og fella þar allt sem fyrir er, aldrei að vita nema e-bóla og fleiri skæðir sjúkdómar blússi upp. Já, lubbinn hefur sitt eigið vistkerfi, alveg sannfærður um það. Blessunarlega er hann þó stutt kominn á þróunarbrautinni, spendýr og fuglar eru ekki enn farin að þróast né stórtækt jurtalíf. Það þarf að bæta úr þessu og það hið snarasta.
Í ljósi aumingjaskapar míns ákvað ég að taka mér frí frá vinnu á morgun, búinn að redda aukamanni þar sem þess er þörf og sá er ekki af verri endanum, sjálfur Anton Karl Ingason mun sjá um 3-G á morgun. Hvíldin mun vonandi koma mér vel en þó mun ég jafnvel ráðast út í klippingu. Skynsamlegst verður þá að fara með trefil og og hanska til að verjast köldum fimbulvetri Íslands, ekki mun húfu þurfa nema á bakaleiðinni þar sem 2 tonn af hári eru ágætlega einangrandi. Spurning hvort höfuð mitt muni þola umskiptin þegar kaldir vindar taka á nýjan leik að blása um það og frostið að bíta í fögur eyru mín.
Eitt af helstu einkennum þess að ég sé lasinn eru einmitt þau að mér verður kalt. Mér er næstum aldrei kalt dags daglega. Get ég þá oft labbað um í frosti á stuttermabol, en þegar mér verður kalt er það slæmur fyrirboði. Veikindi þá ávallt í uppsiglingu. Þessi efnisgrein er augljóslega í hróplegu ósamræmi við restina af blogginu:)
En yfir í skemmtilegri hluti. Um helgina fór ég í stórgóða matarveislu með Sunnu, Hjördísi og Antoni. Naut og lamb grillað á matarborðinu ásamt því að ýmsum öðrum krásum var sporðrennt. Skemmti ég mér því konunglega mest allt kvöldið. Undir lokin var ég þó orðin ansi þreyttur og vildi bara komast heim. Jamm, ég er furðufugl. Það er þó nokkuð ljóst að slíka átveislu verður að skipuleggja aftur og það frekar fljótlega. Spurning um jóladæmi eitthvað, hvað segiði um það krakkar?
England vs. Sri Lanka á morgun. Það er sko hátíð!!!
Óli Njáll 23:33| link
------------------