Drykkjulæti
Ásgeir bloggar um drykkjulæti í stúlku á einhverju lagadjammi og telur hana hafa náð ólympíulágmörkum í þeirri grein. Ekki efast ég um mat Ásgeirs enda er hann fyrrum heimsmethafi og ólympíumeistari í þeirri grein.
Óli Njáll 10:53| link
VG
Landsfundur VG var haldin um helgina í Hveragerði og þar var ég staddur. Gisti reyndar ekki í Hveragerði líkt og svo margir heldur brunaði nokkrar ferðir milli Reykjvíkur og Hveragerðis. Þetta var annars hinn besti fundur, ekki leikur vafi á að flokkurinn gengur sterkur frá honum, góð endurnýjun varð í forystusveitinni og málefnastaða flokksins er gríðarlega sterk.
Í gærkvöldi var ég svo frekar fúllyndur, ofan í það fékk ég ógeðslega vondan hausverk. Vonandi hef ég ekki verið of leiðinlegur við fólk í kringum mig, sérstaklega ekki Sunnu sætu.
Liverpool tapaði fyrir United. Kom það á óvart? Nei, eiginlega kemur meira á óvart að þeir hafi ekki tapað stærra. 8-0 tap hefði verið það besta sem hefði getað komið fyrir, þá hefði hálfvitinn þurft að segja af sér.
Óli Njáll 10:04| link
------------------