Barnaleg hugleiðing Það segir sig náttúrulega sjálft að ég veit allt um það að diskurinn Ladies Night með Atomic Kitten kemur út á mánudaginn. Fyrir fróðleiksfúsa er líka rétt að geta þess að fyrsta smáskífan af þessari plötu nefnist If you come to me og situr í 3.sæti á breska listanum:) Óli Njáll 16:00| link ------------------
Bömmer Það gengur ekki lengur að kynna sig, ég heiti Óli Njáll Ingólfsson...ég er DV:( Óli Njáll 09:04| link ------------------
Mest kúl kærasta í heimi Sunnabeib, mín ofursæta, skemmtilega og kúl kærasta á hrós skilið núna. Bara búin að búa til ótrúlega flotta krikketreiknivél á háskólasíðuna mína. Jamm, það kemst enginn með tærnar þar sem Sunna hefur hælana. Óli Njáll 22:58| link ------------------
Snjór í hjólaskálum Nú er bara farið að snjóa hér i borg. Það er engan veginn ásættanlegt. Legg ég til að Reykvíkingar muni fórna nokkrum skíðamönnum á bál til að sýna andúð sína í verki. Af hverju skíðamönnum? Jú, augljóslega eina fólkið sem fagnar snjónum. Slíkt er náttúrulega fáránlegt enda er alls ekkert jákvætt við snjó, hálka og skaflar. Nei, takk. Ég mótmæli allur!!! Óli Njáll 13:49| link ------------------
Harry Potter og Idol Ég var vel drukkinn á laugardaginn, þó ekkert í líkingu við félaga Björn Ólafsson sem var hreint sótsvartur á tímabili. Vil ég kenna Jameson flösku þeirri, er við sturtuðum í okkur ásamt bjórdrykkju, um þessi ósköp. Aðrir í ferðinni höguðu sér ekkert betur, allavega ekki Kristbjörn hinn aldni. En mikið svakalega var gaman að vekja hann með gítarspili í gær. Sá var þunnur sem elgur, jafnvel heil hjörð af slíkum skepnum. Liverpool sigraði Fulham í gær og telst það til stórtíðinda. Augljóst að Sinama Pongolle er alger snillingur. Ég dái og dýrka þennan dreng. En maður helgarinnar er gamli jálkurinn Robbie Fowler sem skoraði fyrir City, ár og dagar síðan það gerðist síðast. Er hetjan mín að rífa sig upp eða var hann bara svona glaður eftir fylleríið á fimmtudaginn? Mér er enn drulluillt í bakinu eftir helvítis fletið mitt í skálaferðinni. Ó, mig auman... Óli Njáll 10:51| link ------------------