Bíbhljóð í Austurveri
Í gær og í morgun dvaldi ég í nokkra klukkutíma í verslun Nóatúns í Austurveri. Verðkönnun var málið, en slíkt er aukastarf mitt og það í þágu Hagkaups. Einhvern veginn er maður alltaf tengdur þessu fyrirtæki á einn eða annan hátt. Ég er ógeðslega góður í þessu djobbi enda með eina bestu skönnunarhendi sem fyrirfinnst á landinu. Gaman að því. Ókosturinn við starfið er hins vegar að það stuðlar að geðveiki. Í hvert skipti sem vöruliður er skannaður gefur tækið frá sér bíbhljóð. Og þegar maður er búinn að skanna 8000 hluti þá er maður orðinn þreyttur á hljóðinu. Ó, já.
Óli Njáll 15:49| link
Þróttur
Nú í dag heldur frúin í Laugardalinn til að kynna sér knattspyrnuna í Þrótti. Ég horfi á björtu hliðarnar, Þróttur er skömminni skárri klúbbur en kr.
Óli Njáll 10:59| link
------------------
27.10.03
Aulinn ég...
...virðist hafa klúðrað einni spurningu í tölfræðihluta prófsins um daginnn. Það sökkar feitt.
Óli Njáll 22:38| link
------------------