Ammælisbarnið
Ammælisbarn dagsins sem Sverrir bloggar um hlýtur að vera annaðhvort meistari Ian Rush eða hinn bráðefnilegi Florent Sinama-Pongolle:)
Óli Njáll 12:21| link
Asnar allt saman
Geirharður Houllier er alveg að klúðra þessu. Reka helvítis hálfvitann.
Kannski maður mæti í aðferðafræði á eftir og tjékki hvort prófniðurstöður komi strax. Ekki getur tekið langan tíma að renna krossablöðum í gegnum vél.
Krikketið er allt á fullu núna, Indland rétt náði jafntefli heima gegn Nýja Sjálandi, Ástralir unnu Zimbabve nokkuð örugglega(þó ótrúlega jafnt miðað við getumun liðanna) og Pakistanar virðast vera að tryggja sér sigur á Suður Afríku þökk sé þeim Shoaib Ahktar og Denish Kaneria. Jamm, Sammi, Abbas og Hrafn Sabir ættu að kætast við þetta.
Óli Njáll 12:17| link
------------------
19.10.03
Neibbs, enn á lífi
Í gær var mikið stuð og stemming. Ber þar fyrst að nefna aðferðafræðipróf í stofu 201 í Odda þar sem saman voru kvaldir ýmsir góðir menn, s.s. ég, Gneisti og Páll. En maður lifði þetta af og ekki var þetta neitt ofurþungt. Engu að síður alveg drepleiðinlegt.
Ammælið mitt í gær var stórfínt í alla staði þó ég hafi að vísu saknað nokkurra sem ekki gátu verið viðstaddir. Skal þar fyrstan nefna Lambkála Jónsson sem átti ekki heimangengt en einnig vantaði sárlega Guðhund Hauksson sem nú er búsettur í Svíþjóð og Hjalta Hrein kanamellu. Einnig má nefna Hilmu Gunnarsdóttur ubersagnfræðing sem flúði yfir hálft landið til að koma sér undan veislunni og Kolbrúnu Rúnarsdóttur sem fór jafnvel enn lengra í burtu. Jamm, gæti eiginlega mannað ágætis partý með öllum þeim sem skrópuðu...
Óli Njáll 17:56| link
------------------