Þessi veröld er furðulega grimmur staður.
Óli Njáll 22:23| link
Barcelona
Djöfull er það kúl að Ásgeir Örn Hallgrímsson fari til Barcelona. Djöfull er líka sorglegt að svona góður leikmaður sé ekki Valsari.
Í dag sat ég yfir í forritunarprófi. Það fag sökkar.
Óli Njáll 11:00| link
------------------
13.10.03
Ís og diskur
Loksins, loksins. Nú er ég stolltur eigandi hins kynngimagnaða geisladisks, Faith, en á honum eru, eins og allir góðir menn vita, allar helstu perlur Herberts Guðmundssonar, sem án efa er besti tónlistarmaður íslandssögunnar. Og þessi sniggggggld kostaði aðeins 1000 krónur. Að sjálfsögðu var Hebbi boðinn og búinn til að árita diskinn og það gladdi óstjórnlega mitt litla hjarta. Hef nú þegar hlustað ótæpilega á hann á þeim tæpa sólarhring sem ég hef átt diskinn. Hollywood er æði. Skemmtilega tregablandinn texti hins niðurbrotna Hollywoodfara sem lýsir vonum og væntingum á einstaklega hjartnæman og hreinskilin hátt. Og já, ég keypti mér einnig ís í leiðinni.
Óli Njáll 10:54| link
------------------