{ Óli Njáll - oli@verzzzzlo.is }

[ Naggur | Pall | Doktor | Múrinn | Anton | Gamalt ]

[ AC/DC | Thors | Smurf | Sverrir | Gneistinn | Kolla ]

[ Nuda Veritas | Kristin | Keflavík | Bendt | Sunna | Greinar ]

18.10.03

Styttist í aftöku
Ég á að mæta í próf eftir einn og hálfan klukkutíma. Ég hlakka ekkert sérlega til. Aðferðafræðin er leiðindahlutur, sérstaklega þegar maður hefur aldrei nennt að læra neitt í henni og reynir að redda því á síðustu stundu.
Óli Njáll  11:28| 
link

Minjasafnið
Föstudagsbjórinn var að þessu sinni í boði Orkuveitunnar þar sem sagnfræðinemar mættu fullir fróðleiksþorsta um 5 leytið í gær. Fróðleikurinn var reyndar ekkert ofboðslegur en bjórþjónninn hans Stefáns var stórgóður maður. Það er ekki amalegt safn sem hefur starfsmann með þann eina tilgang að ganga um og skenkja mönnum bjór. Annars var þetta held ég fyrsta skipti sem ég kem á þetta safn, ágætis dæmi þarna á ferðinni. Til dæmis stórmerkilegt að sjá þarna sperrimúffu sem sumir vildu reyndar kalla sprengimúffu. Safnvörðinn hryllti við því hugtaki.
Verst var þó að sjá hversu afskaplega spakur safnvörðurinn er orðinn í ellinni en sá sötraði kók í gríð og erg meðan aðrir þömbuðu bjórinn. Var þá fljótlega ljóst að grundvöllurinn fyrir veðmálum sagnfræðinema var farinn.
Óli Njáll  09:09| 
link
------------------

17.10.03

Blair
Eg er sammála
Sverri. Burtu með helvítið hann Tony Blair.
Óli Njáll  12:04| link

Matur
Merkilega hollur morgunmatur á borðum núna á Hofsvallagötu 23. Drykkjarjógúrt og banani. Góður matur og líka skemmtilegt að fá sér morgunmat og eiga fullt til af mat. Valdi milli brauðs,(ostur og skinka, skinkumyrja og sveppaostur möguleg álegg) drykkjarjógúrt, skyr, bananar, epli, appelsínur, bjór. Sumsé allt mögulegt til.
Í framhaldi af þessu fá móðir mín og tengdafaðir matarverðlaun vikunnar fyrir að hafa haldið mér uppi á góðu kvöldmatarfóðri. Mexíkómatur hjá mömmu í fyrradag og lambasteik hjá tengdó í gær. Já, gott er að eiga góða að.
Best að halda áfram lærdómi. Búinn að skoða tölfræðina og aðferðafræðin bíður eftir mér. Ég mun rústa þessu prófi.
Óli Njáll  10:49| 
link
------------------

16.10.03

Heimsóttur Stefán
Ég er einn af þessum sagnfræðinemum sem á morgun strunsa til Stefáns í Orkuveituna. Það verður eflaust ágætt þó að drykkju minni verði stillt mjög í hóf sökum prófs á laugardaginn. Það undirstrikar bara heimsku félagsvísindadeildar að hafa próf á laugardegi í OKTÓBER!!!
Annars komst ég að því að einhalla ferill hefur tekið miklum breytingum frá því ég lærði stærðfræði og beygist nú alveg til hægri og vinstri eins og ekkert sé. Reyndar hafa fleiri stærðfræðiatriði breyst. Í félagsvísindum er nefnilega hægt að reikna dæmið x=8-6/2 og fá út x=1. Álit mitt á reiknihæfileikum félagsvísindamanna getur úr þessu bara farið upp á við.
Óli Njáll  18:22| 
link

Jamm, ég held að það sé kominn tími á smá kennslu. Vélritunartestið búið.
Óli Njáll  08:29| 
link
------------------

15.10.03

Þessi veröld er furðulega grimmur staður.
Óli Njáll  22:23| 
link

Barcelona
Djöfull er það kúl að Ásgeir Örn Hallgrímsson fari til Barcelona. Djöfull er líka sorglegt að svona góður leikmaður sé ekki Valsari.
Í dag sat ég yfir í forritunarprófi. Það fag sökkar.
Óli Njáll  11:00| 
link
------------------

13.10.03

Ís og diskur
Loksins, loksins. Nú er ég stolltur eigandi hins kynngimagnaða geisladisks, Faith, en á honum eru, eins og allir góðir menn vita, allar helstu perlur Herberts Guðmundssonar, sem án efa er besti tónlistarmaður íslandssögunnar. Og þessi sniggggggld kostaði aðeins 1000 krónur. Að sjálfsögðu var Hebbi boðinn og búinn til að árita diskinn og það gladdi óstjórnlega mitt litla hjarta. Hef nú þegar hlustað ótæpilega á hann á þeim tæpa sólarhring sem ég hef átt diskinn. Hollywood er æði. Skemmtilega tregablandinn texti hins niðurbrotna Hollywoodfara sem lýsir vonum og væntingum á einstaklega hjartnæman og hreinskilin hátt. Og já, ég keypti mér einnig ís í leiðinni.
Óli Njáll  10:54| 
link
------------------




Powered by Blogger