Hvalur
Mikið afskaplega er gaman að vera staddur á spurningakeppni þar sem keppandi svarar:"Hvalur". Þetta gerðist einmitt í Kollgátunni í dag, Lyfjafræðingar eiga heiðurinn af svarinu. Og nei, Ágúst Fulgerburg var ekki í þeirra liði.
Óli Njáll 14:42| link
Helvítis þjóðverjar
Já, þeir voru stálheppnir á laugardaginn. Þess má einmitt geta að ég mætti á leikinn og skemmti mér konunglega. Reyndar langt síðan ég fór á landsleik seinast. Kom það aldrei til hugar meðan ógeðsþjálfarinn var við stjórn. Var reyndar á sínum tíma búinn að ákveða að mæta á Ísland Þýskaland og styðja Þjóðverja, réttlætti þá hugsun með því að Dietmar Hamann yrði eflaust í þýska liðinu. En ógeðið hætti og Hamann var meiddur þannig að ég gat haldið með Íslandi með góðri samvisku.
Skírnarveisla í gær hjá Símoni Kristjánssyni Sullca. Þar voru eðalveitingar á borð bornar. Veislur sem bjóða upp á pönnukökur og skinkuhorn fá ætíð hæstu einkunn. Einnig sinnti ég því mikilsvirta hlutverki ljósmyndara í kirkjunni og stóð mig með eindæmum vel, tókst t.d. að dúndra löppinni í kirkjubekk meðan heilagleikinn var sem mestur og hrukku allir kirkjugestir við. Annars er svona kaþólsk skírn nokkuð fyndið fyrirbæri. Eiginlega eins og löng gönguferð þar sem presturinn arkar um alla kirkjuna og gestirnir í humátt á eftir. Heilagur Þorlákur var ákallaður. Það er bara kúl.
Óli Njáll 11:03| link
------------------