{ Óli Njáll - oli@verzzzzlo.is }

[ Naggur | Pall | Doktor | Múrinn | Anton | Gamalt ]

[ AC/DC | Thors | Smurf | Sverrir | Gneistinn | Kolla ]

[ Nuda Veritas | Kristin | Keflavík | Bendt | Sunna | Greinar ]

23.8.03

Rútuferð
Á eftir verður haldið til Þingvalla og vonandi verður þar mikið kennarafjör. Kennarar eru reyndar upp til hópa slakir í djamminu en það verður þó að gera tilraun. Vélritunarkennarar eru vissulega stór undantekning enda alltaf fjör í kringum þá.
Óli Njáll  13:31| 
link
------------------

22.8.03

Fýlan
Nú hef ég lokið heimspekilegum forspjallsvísindum og er það vel og eflaust kemur einhverjum á óvart að ég er 100% viss um að ná þessu prófi þrátt fyrir einungis rúmlega klukkustundar lestur allan kúrsinn út í gegn. Þess ber þó að geta að ég mætti tvisvar í tíma og flúði í bæði skiptin í hálfleik. Þetta var í fjórða skipti sem ég skrái mig í fýluna. Það er alveg nóg.
Í vetur er ég skráður í hinn magnaða kúrs "Heimur miðalda" í þriðja skiptið. Það gleður eflaust kennarann all svakalega að vita af því.
Óli Njáll  15:08| 
link

Kennslustörfin
Þau ganga eftir áætlun. Vélritunarkennarar eru að vanda langflottastir.
Óli Njáll  11:16| 
link
------------------

21.8.03

Ballið bara byrjað
Já, þetta er komið í gang. Vélritunardeild hefur sig til flugs og mun gera allt vitlaust strax á fyrsta kennsludegi.
Nú eru það kökurnar. Og, já. Þorvarður sagði reykingabrandarann:)
Óli Njáll  11:22| 
link
------------------

20.8.03

4K
Það er eins gott að það sé besti bekkur Verzló, í það minnsta er þau með langskemmtilegasta umsjónakennarann.

Fólk sem ekki les teiknimyndasögur á við vandamál að stríða.
Óli Njáll  17:32| 
link

Á reiki
Eitthvað virðist það óvíst hvort ég hafi umsjónarbekk eður ei. En það skýrist...vonandi.
Óli Njáll  12:21| 
link

Geit-ungur
Fyrr í sumar fundum við Sunna geitungabú. Ekki höfðum við ráð á því að hafa samband við fjölmiðlana. Þar missti maður af sinni 15 mínútna frægð. Annars er ég með kenningu um að geitungabú séu mjög sjaldgæf og aðeins 20-30 stykki á ári finnist. Þau komast hins vegar næstum öll í fréttir. Hvernig verður Ísland þegar kakkalakkar koma hingað?
Óli Njáll  09:12| 
link
------------------

19.8.03

Menningarandskoti
Hin bölvaða menningarnótt var víst um helgina sem þýddi að í grennd við minn nýja samastað var vart þverfótað fyrir fólki og bílastæði öll full af hálfvitum sem horfðu á stuðmenn mála tyggjóklessur eða einhverja ámóta vitleysu. Ég fór hins vegar í Kópavog á meðan ósköpin dundu yfir. Helvítis fólk. Nú er ég að stefna á því að toppa á andfélagslegaskalanum.
Óli Njáll  12:42| 
link

Glósur?
Áhugasamir mega kaupa allt glósusafnið mitt á góðu verði. Jafnvel er hægt að prútta um kjör á þessu ofurgóða 9 blaðsíðna safni sem inniheldur allar glósur frá námsferli mínum. Já, gáfaðir menn þurfa ekki að glósa.
Óli Njáll  12:40| 
link
------------------




Powered by Blogger