Örbrot af ferðasögu
Halló Akureyri er yfirsögn helgarinnar en þar dvöldum við Sunna, nánar tiltekið að Hömrum. Eyjafjörðurinn var krúsaður, Bautinn og Brynja heimsótt, Ólafsfjörður og Grenivík skoðuð en umfram allt var heilsað upp á öðlinginn Óla Njál EA 62, hann var vitanlega í góðu skapi að hitta mig og ég heilsaði upp á kallinn í brúnni sem fannst skondið að ég væri mættur þarna til að fá mynd af mér og bátnum. Það var gaman.
Merkilegt í þessari ferð var vitanlega bölvun sú er á okkur var lögð um rok og rigningu í Borgarfirði. Við sáum þó við því og héldum bara norður í staðinn þar sem sérlegir útsendarar okkar lofuðu sól og sumaryl. Ekki vorum við svikin þar þótt örlitlar skúrir kæmu eftir hádegi í gær. Annað merkilegt er að Sunna kann ekkert á Vegahandbókina, hið annars gagnmerka rit. Já, þetta er örsaga, þið fáið ekki að vita neitt meira.
Óli Njáll 11:37| link
Bloggið sem beðið er eftir
Ákvað þennan titil allt í einu eftir að hafa verið að íhuga titilinn "Sá yðar er syndlaus er..." en þetta er sumsé raunin.
Maður nokkur benti yfirvöldum á að eigandi síðu þessarar skyldist biðjast afsökunar á skrifum sínum hér fyrir stuttu. Krafan er tekin fyrir rétt og er dómsorð sem hér segir. Jón Svan, er beðin afsökunar á hinum tveimur bókstöfum er bættust við nafn hans hér á dögunum. Vona að þetta mál megi niður falla án mikilla afleiðinga.
Rétturinn vísar kröfum annarra manna alfarið á bug. Nema hvað sæst skal á að skápur Jóns sé í Hafnarfirði. Að auki lýsir rétturinn yfir megnustu andúð sinni á mannfólki því er þykist geta kommentað eitthvað sniðugt um mál sem það hefur ekki hundsvit á. Ef lesendur hafa ekki enn áttað sig þá er réttur þessi enginn mannvinur heldur hefur hann lítið álit á almenningi og sérdeilis fyrirlítur hann þá er halda sig gáfaða en eru það ekki og/eða tjá sig um hluti sem þeir hafa ekki möguleika á að vita neitt um. Taki þeir til sín er eiga.
Um óskeikulleika minn má fólk röfla um eins og það vill. Hins vegar held ég að fleirum detti annað nafn en mitt í hug er talið berst að þeim sem telja sig alvitra og óskeikula. Taki þeir til sín er eiga. Hins vegar held ég að enginn efist um að ég komi heiðarlega fram við fólk, segi mína skoðanir við það sjálft ef mér finnst það leiðinlegt, óæskilegt, asnalegt, hagi sér barnalega eða sýni af sér siðspillta hegðan, en stundi ekki baktal út um allan bæ. Já, ég er sáttur við mig sjálfan, það er annað en margir aðrir geta verið.
Óli Njáll 01:38| link
------------------