{ Óli Njáll - oli@verzzzzlo.is }

[ Naggur | Pall | Doktor | Múrinn | Anton | Gamalt ]

[ AC/DC | Thors | Smurf | Sverrir | Gneistinn | Kolla ]

[ Nuda Veritas | Kristin | Keflavík | Bendt | Sunna | Greinar ]

28.6.03

Ferðalag
Í dag held ég út úr bænum og er stefnan sett upp í Borgarfjörð. Eflaust verður mikið um gleði og gaman þar enda fer ég í góðum félagsskap
Sunnu. Borgarfjörðurinn er skemmtilegur staður og margt hægt að bralla þar. Nauðsyn er að koma við á skítapizzastaðnum við brúnna sem mig minnir að heiti Skógarbakann. Hann er reyndar alls ekkert slæmur, sérstaklega ekki ef miðað er við dreifaragæðastaðla. Já, dreifarar kunna fæstir að elda skyndimat, spyrjið bara Þóri um fæðið á Egilstöðum!!! Einnig væri hægt að kíkja á Séra Stefán ef hann er heima. Veit samt ekki hvort ég legg það á Sunnu, það er ætíð viss áhætta að hitta hann. Hraunfossana kíki ég eflaust á enda eitt af uppáhaldsnáttúrufyrirbærum mínum hér á landi. Bara cool. Jamm, margt fleira en ég nenni ekki að telja upp.

Í gær tóku Leiknismenn á móti ÍH og unnu 2-0. Nokkuð erfiður leikur og frekar leiðinlegur enda ÍH með eindæmum leiðinlegt lið og afreka það einnig að vera með ljótasta leikmann 3. deildar í ár. Óumdeilanlega. Haukur og Snorri skoruðu mörk Leiknis. Haukur með stórglæsilegri aukaspyrnu og Snorri úr víti sem var dæmt eftir að markmaður ÍH barði sóknarmann í hausinn. Í gær var einnig fyrsti leikur Gissurs Jónassonar sem sneri aftur eftir stutta útlegð í Garðabænum. Alltaf gott að fá týnda syni heim. Vonandi snúa Magnús Þorvarðar og Gunnar Jarl einnig aftur. Svo bíð ég einnig eftir að Rúnar Kristinsson komi heim. Í stúkunni heyrðist einnig að Róbert Arnarson stormsenter væri byrjaður að æfa aftur eftir meiðsli, það eru góðar fréttir líka. Samt nokkuð merkilegt að Einar sem spilar í hans stöðu í fjarveru hans er markahæstur í deildinni. Sýnir það kannski helst yfirburði liðsins í þessari deild. Að lokum skal því fagnað að trítill er kominn aftur í markið í staðinn fyrir júgóslavann. Veit ekki hvort að hann er búinn að vera meiddur eða eitthvað en mjög gott að fá nothæfan markmann sem getur gripið.

Þetta er langt blogg en gleðjist lesendur góðir því væntanlega verður næst bloggað á mánudaginn.
Óli Njáll  10:32| link

Afsakið
Einhver ólýsanleg geðveila virðist hafa komið yfir mig um daginn er ég kallaði hinn ljúfa dreng, Sverri Jakobsson, kexruglaðan. Slíkt er augljóslega fásinna mikil og biðst ég hér með afsökunar á mannlegum brestum mínum.
Óli Njáll  00:45| 
link

Af Jónum og Dórum
Það eru allnokkrir skrítnir og skemmtilegir menn sem ég þekki sem bera nöfnin Jón og Dóri. Jónar og Dórar eru vitanlega eins og allir vita grískir þjóðflokkar og unnu sér það helst til frægðar að gera allmerka súlustíla. Hvar væri heimurinn án Jóna og Dóra? Það er því full ástæða til að gefa þessum nöfnum allmikinn gaum og láta engan bilbug á sér finna við þá upptalningu. Byrjum á Jónum:

Glósu-Jón, kennir sögu við VÍ. Öðlingur mikill sem vann sér helst til frægðar að líða út af á árshátíð kennara og fá þannig athygli allra kvenkyns gesta á svæðinu. Gott trikk, ég mun nota það síðar.

Nonni Önd. Hann heitir Jón Svanur og góða lýsingu á honum má lesa hjá
Antoni.

Skápa-Jón. Skápa Jón er furðufuglinn sem stalkar kærustuna mína og ólíkt hinum er hann ekkert sniðugur og heitir í raun ekki Jón. Heimasíða hans er hér. Fregnir herma að hann búi í skáp.

Dórar:

Dóri stóri stjóri. Fyrrum yfirmaður minn í Hagkaup. Var ekki stór og var heldur ekki lengi stjóri því honum var hent í burtu. Samt fínn gaur.

Dóri ökukennari. Sá heitir Runólfur en er kallaður Dóri. Vill svo skemmtilega til að hann er tengdafaðir bróður míns. Ekki veit ég hvort tengslin milli okkar kallast þá einhverju nafni svo sem bróðurtengdafaðir eða eitthvað álíka.

Halldór Ásgrímsson. Ólíkt hinum er hann hundleiðinlegur og það ætti að henda honum fyrir ljónin. Illur maður með eindæmum.

Ekki nenni ég að telja hér upp fleiri skemmtilega og skringilega menn. Vonandi veitir þessi pistill þó lesendum allnokkurn fróðleik um þá miklu flóru Jóna og Dóra sem hefst við hér á klakanum.
Óli Njáll  00:17| link
------------------

27.6.03

Ljota kvikyndid
Tad er nokkud ljost ad nu tarf eg ad leita a nadir godra manna til ad redda tessum andskotans bloggerdjofli. Ahugasamir mega bjoda sig fram.
Óli Njáll  08:44| 
link
------------------

25.6.03

Af gefnu tilefni
Þórir fjallar um hinn margfræga klúbb NBA, sem eitt sinn hét reyndar Egill Guðmundsson sem mér þótti stórgott nafn og reyndar öllum sem einhvern húmor hafa. Nú talar Þórir um að tveir aðilar klúbbsins geti ekki mæst, það er fjarstæða ef hugboð mitt um að ég sé annar þessara aðila er rétt. Ég get hitt hvern sem er, hvenær sem er. Það er ekki ég sem hef ekki þorað að tala við sjálfvalda andskota mína eins og argasti aumingi og vælt heima hjá mér yfir eigin ömurlegheitum, Ó, nei það eru einhverjir aðrir...

Sverrir Jakobsson er orðin kexruglaður og þunglyndur í útlöndum. Furðulegheit í færslum hans aukast dag frá degi. "Heimurinn er svartur og ljótur í dag". Hvað er málið, ég er hræddur um að drengurinn fari sér að voða.

Djöfull er fyndið að Rás 2 láti Bjarna Fel auglýsa beina útsendingu frá Hróarskeldu. Eiginlega bara stórfyndið. Rás 2 er einmitt magnaðasta útvarpsstöð landsins, ásamt Rás 1 að sjálfsögðu. Ástæðan er nú nokkuð
augljós.
Óli Njáll  11:26| link
------------------

23.6.03

Stjörnur
Já, enn bætast stjörnur í hóp æfingafélaga minna í Ræktinni. Nú eru það Guðjón Valur og Ólafur Stefánsson sem bætast í hópinn en þeir voru í lóðalyftingum miklum í dag ásamt því að fara í skvass. Já, í ræktinni æfa stjörnurnar.
Óli Njáll  18:34| 
link

Magnaður mánudagur
Er ég vakna í óeðli mínu og klukkan er langt gengin 11 sé ég mér til ánægju mikillar að Shoib Akhtar er gengin til liðs við Durham í krikketinu. Hann kemur í stað Dewald Pretorious sem er á fullu með landsliði S-Afríku. Akhtar er kúl og mun gera góða hluti. Durham mun því tefla fram Martin Love, Steven Harmison, JJB Lewis og Akhtar í næstu leikjum. Ekki væri svo leiðinlegt ef að meistari Collingwood myndi ná sér af meiðslum og spila með. Þá myndu menn alveg hætta að gera grín að voru góða liði.
Ég fór í magnaða útskriftarveislu Björns Jóns Bragasonar á laugardaginn. Vá, hvað ég varð drukkinn en skemmti mér alveg frábærlega. Takk allir viðstaddir fyrir mig.
Í gær gerðist svo hið merkilega að ég var mættur í iðnaðarvinnu. Já, bróðir minn að smíða grindverk og ég mætti í öllum mínum skrúða og málaði, boraði og handlangaði. Vá, um daginn hjálpaði ég aðeins við smíði eldhúsinnréttingar.Ég er á góðri leið með að verða iðnaðarmaður.
Óli Njáll  11:05| 
link
------------------




Powered by Blogger