{ Óli Njáll - oli@verzzzzlo.is }

[ Naggur | ASAT | UVG | Múrinn | Praxiteles | Gamalt ]

[ AC/DC | Thors | Smurf | Sverrir | Gneistinn | Kolla ]

[ Nuda Veritas | Kristin | Keflavík | Bendt | Steinunn | Greinar ]

31.3.03

Spurningar til lesenda
já, nú er varpað fram spurningum í nokkrum liðum. Hversu slæmt karaktereinkenni er það á fólki að vera:
a) Kr-ingur
b) Hægrisinnað
c) ESB-sinni

Gott væri að fólk myndi senda svörin á póstfangið hér að ofan. Vitanlega væri núna alveg kjörið að vera með kommentakerfi til að pósturinn myndi ekki yfirfyllast en ég mun þó ekki taka upp slíkt. Ég legg fremur á mig vinnuna við að ýta á Delete takkann nokkrum sinnum.
Óli Njáll  18:01| 
link

Af fjórðu kynslóð
Nú um stundir rignir inn auglýsingum um tölvuleik nokkurn sem mér ekki ekki ókunnugur að öllu leyti. En nú er það sumsé fjórða útgáfan. Freistingin er erfið en ég berst á móti. Þann 14. maí mun ég þó eflaust gefast upp og fela mig í umsjón þessarar stórbrotnu afurðar Collyerbræðra. Ef viðnámsþróttur minn þrýtur fyrr er ljóst að gríðarlegt fall er í uppsiglingu í mínu námi. Slíkt er ekki gott.
Óli Njáll  15:15| 
link

Mánudagsbloggun
Seint mun það teljast jákvætt að upp renni mánudagur, þótt þessi sé að vísu bjartur og fagur hér í borg dauðans. Ásóttur af tálsýnum svefns og afslöppunar berst ég áfram við vinnu mína og útskýri á undurnákvæman hátt innstu leyndardóma Access-forritsins fyrir fjörugum meðlimum 4-H. Þau virðast skilja.
Á morgun mun verða kominn Aprill. Það er enginn launung á að þá hefst vorönn hjá öllum sönnum háskólanemum. Dauði og djöfull, næstu 6 vikurnar munu einkennast af lestri og skriftum. Dyggir viðskiptavinir Vefbókabúðar Njallans geta þó glaðst yfir væntanlegri aukningu í vöruúrvali. 1500 krónur hvert eintak. Reyndar hefur markaðsdeildin bryddað upp á þeirri hugmynd að setja af stað Megaviku þar sem allar ritgerðir munu kosta 1000 krónur. Stærðin skiptir ekki máli.
Óli Njáll  10:56| 
link
------------------

30.3.03

Ruglingsblogg
Svakalega er ég búinn að hugsa mikið í dag. Það er eiginlega bara ekki hollt. Ákvað því að bjalla í Anton áðan og spekúlera í hlutunum. Anton heillaði mig með því að spila fyrir mig Tatu diskinn. Yndisleg tónlist. Þær slá þó ekki út megabeibin í Atomic Kitten sem eru besta hljómsveit í heimi. Tatu fá þó tvímælalaust mitt atkvæði í Júróvísíón.
En pælingar mínar eru enn í gerjun. Herráðið er á fullu og bruggar upp töfralausnir. Utanaðkomandi njósnarar snuðra í kringum mig líkt og kettir í kringum heitan graut. (Slæm líking, ekki gott að líkja sjálfum sér við graut). Málin ættu að skýrast á næstu dögum.
Jörgen II er sár og svekktur enn. Hann var að vísu svakaglaður þegar ég sótti hann á Laugarveginn en hins vegar var hann lagður í stíft einelti á heimleiðinni. Ógeðslegir durtar keyrðu ítrekað í feita og ljóta polla og skvettu hvílíku vatnsgusunum yfir hann. Var að lokum komið svo mikið vatn inn á hann að hann var nærri því að drepa á sér. Gamli jálkurinn komst þó þa leiðarenda. Hann er hetja og fullkominn eins og ég.
Óli Njáll  20:28| 
link

Nú skal bloggað
Ég fór á myndina Solaris í gærkveldi. Mjög svo furðuleg mynd og ég held ég sé ekki enn búinn að ná henni alveg. Eiginlega bara sýning á Cluny kallinum allan tímann. Annars var gærkvöldið mun frábrugnara því sem ég bjóst við.
Væri ekki sniðugt að gera eitthvað framleiðið í dag? Jú, eflaust. En ég mun ekki gera það. Kannski ég nái í bílinn minn sem stendur niðri á laugarvegi og líður illa í einmannaleik sínum, fjarri vinum og vandamönnum. Hann er svoldið sár yfir meðferðinni að undanförnu og segir að ég skuli hætta þessari drykkju og fara ævinlega með hann heim. Í fyrradag skyldi ég hann eftir í Mjóddinni. Hann var sármóðgaður.
Er pimpstýrið mitt ekki flottasti hlutur í geymi? Nei, að vísu ekki en það er alveg óheyrilega þægilegt. Ekkert væl fær mig til að skilja við það. Reyndar er það orðið svakalega slitið og sjúskað. Spurning um að fá sér nýtt...
Óli Njáll  15:08| 
link
------------------




Powered by Blogger