Ruglingsblogg
Svakalega er ég búinn að hugsa mikið í dag. Það er eiginlega bara ekki hollt. Ákvað því að bjalla í Anton áðan og spekúlera í hlutunum. Anton heillaði mig með því að spila fyrir mig Tatu diskinn. Yndisleg tónlist. Þær slá þó ekki út megabeibin í Atomic Kitten sem eru besta hljómsveit í heimi. Tatu fá þó tvímælalaust mitt atkvæði í Júróvísíón.
En pælingar mínar eru enn í gerjun. Herráðið er á fullu og bruggar upp töfralausnir. Utanaðkomandi njósnarar snuðra í kringum mig líkt og kettir í kringum heitan graut. (Slæm líking, ekki gott að líkja sjálfum sér við graut). Málin ættu að skýrast á næstu dögum.
Jörgen II er sár og svekktur enn. Hann var að vísu svakaglaður þegar ég sótti hann á Laugarveginn en hins vegar var hann lagður í stíft einelti á heimleiðinni. Ógeðslegir durtar keyrðu ítrekað í feita og ljóta polla og skvettu hvílíku vatnsgusunum yfir hann. Var að lokum komið svo mikið vatn inn á hann að hann var nærri því að drepa á sér. Gamli jálkurinn komst þó þa leiðarenda. Hann er hetja og fullkominn eins og ég.
Óli Njáll 20:28| link
Nú skal bloggað
Ég fór á myndina Solaris í gærkveldi. Mjög svo furðuleg mynd og ég held ég sé ekki enn búinn að ná henni alveg. Eiginlega bara sýning á Cluny kallinum allan tímann. Annars var gærkvöldið mun frábrugnara því sem ég bjóst við.
Væri ekki sniðugt að gera eitthvað framleiðið í dag? Jú, eflaust. En ég mun ekki gera það. Kannski ég nái í bílinn minn sem stendur niðri á laugarvegi og líður illa í einmannaleik sínum, fjarri vinum og vandamönnum. Hann er svoldið sár yfir meðferðinni að undanförnu og segir að ég skuli hætta þessari drykkju og fara ævinlega með hann heim. Í fyrradag skyldi ég hann eftir í Mjóddinni. Hann var sármóðgaður.
Er pimpstýrið mitt ekki flottasti hlutur í geymi? Nei, að vísu ekki en það er alveg óheyrilega þægilegt. Ekkert væl fær mig til að skilja við það. Reyndar er það orðið svakalega slitið og sjúskað. Spurning um að fá sér nýtt...
Óli Njáll 15:08| link
------------------