{ Óli Njáll - oli@verzzzzlo.is }

[ Naggur | ASAT | UVG | Múrinn | Praxiteles | Gamalt ]

[ AC/DC | Thors | Smurf | Sverrir | Gneistinn | Kolla ]

[ Nuda Veritas | Kristin | Keflavík | Bendt | Steinunn | Greinar ]

26.3.03

Halldór í hádegisverð
Svo virðist sem Halldór Ásgrímsson ætli að mæta til aftöku í hádeginu í dag. Ætli maður skelli sér ekki og hafi gaman af.
Óli Njáll  11:32| 
link
------------------

25.3.03

Black Hawk Down
Já, það er víst ein slík týnd núna í Írak. Kannski við fáum framhaldsmynd...
Óli Njáll  20:32| 
link

Aðferðanám
Helgi Þorláksson er að rokka hér í Aðferðum II. Þetta er ágætt. Hans ljúfa rödd fyllir loftið léttum blæ og einhvern veginn síast þetta inn í mann þó að hugurinn sé ekki að fullu einbeittur að náminu. Helgi er maður í sókn hjá mér. Álit mitt á honum hefur aukist mikið frá því ég lét mér leiðast í IN1 í fyrra. Batnandi mönnum er best að lifa.
Kíkti inn á
Stjórnmálasíðuna nýju áðan. Hún virkar efnileg. Sérstaklega áhugasamt að hafa svona reiknivél þarna. Ég hef gaman af þannig pælingum. Virðist þó taka þá einhvern óratíma að fá aðgang að því dæmi.
Óli Njáll  14:39| link

Afkastamikill maður
Loks sér maður út úr augum eftir marga dapra daga myrkurs og vonleysis. Já, það er skelfileg líðan að sjá ekkert fyrir hári. Samt eflaust betra en að sjá ekkert sökum sandstorms. Eigi að síður vorkenni ég helvítis kanasvínunum ekki neitt að vera fastir úti í eyðimörk og komast ekkert áleiðis. Vonandi deyja sem flestir þeirra í storminum. Helvítis ógeð.
Bíllinn minn var smurður áðan af vinum mínum á Klöppinni. (Af hverju eru til tvær Klappir í Reykjavík hjá Olís, annars vegar smurstöðin í Vegmúlanum og hins vegar bensínstöðin við Sæbrautina?) Í kjölfarið ákvað ég að kíkja aðeins á pabba gamla sem vinnur þar rétt hjá. Er þangað var komið áttaði ég mig á nokkuð skondinni staðreynd. Í sama húsi og pabbi vinnur er fræg ljósaperubúð (sem vitanlega verður hér ekki nefnd á nafn) og ákvað ég að kíkja þar inn ef ske kynni að frægasti ljósaperusali Íslands væri við. Hann var bara veikur í dag. Óli, láttu þér bara batna.
Merkilegar þessar borgarabúllur í Múlunum. Þar fást ódýrustu rottuborgarar í bænum. 490 kall með frönskum, sósu og kók. Ekki slæmt.
Óli Njáll  12:35| 
link

Klipping
Já, nú er heldur betur kominn tími á það að klippa af sér lubbann, eða allavega hluta hans. Hann er farinn að láta öllum illum látum og er gestum og gangandi til mikillar skelfingar.Kannski ég rölti út á Bliss á eftir. Það er sko fína klipparastofan.
Óli Njáll  10:12| 
link
------------------

24.3.03

Um hrun á mörkuðum
Leiðindafyrirsögn, engu að síður virðast hlutabréfamarkaðir vera óttalega aumir í dag. Allir á hraðri niðurleið. Það er nú ekki nógu gott en hinsvegar þurfti þetta nú ekki að koma nokkrum manni á óvart. Takk Bush og Davíð.
Óli Njáll  18:44| 
link

Papar
Var ég búinn að lýsa yfir dálæti mínu á þeirri sveit áður? Kannski, erfitt að segja. En Riggarobb þeirra er yndislegur diskur sem maður þreytist seint á að hlusta á. Gaman að því.
Djöfull ætla ég að kjósa Rússa í Júróvísíón. Birgitta í öðru sæti. Áfram Tatoo!!!!!
Óli Njáll  15:40| 
link
------------------

23.3.03

Mótmælablogg
Vitanlega mætti maður á mótmælin í gær eins og allir góðir menn. Voru þau ágæt en náttúrulega ekkert miðað við mótmæli fimmtudagsins. Þarna birtist meðal annars í fyrsta skipti á mótmælum sjálfur Anton Karl, einnig þekktur sem geðveiki vélritunarkennarinn og hinn uppskorni vélritunarkennari í seinni tíð. Því miður lentum við Anton í miklum tímahrakningum fyrir mótmælin og náðum því ekki að útbúa hinn 10 metra langa borða sem Anton hafði fest kaup á fyrr um daginn. En hann verður bara notaður næst í staðinn.
Eins og sjá má hjá menningarfulltrúanum þá voru sumir orðnir alveg óðir í mótmælunum:)
Óli Njáll  17:04| 
link

Heimsmeistarar
Ástralía er heimsmeistari í Krikket 2003 eftir öruggan sigur á Indverjum nú áðan í úrslitum. Ekki getur maður sagt að það komi á óvart en ég vonaðist þó til að Indverjar myndu standa eitthvað í þeim. Ömurlegir bowlerar þeirra klúðruðu þó leiknum þannig að aldrei var spenna í honum. En nú er semsagt hm búið og vitanlega mun það gleðja vissa lesendur þessarar síðu.
Liverpool er komið á skrið og fallegur sigur í dag á Leeds. Ég er glaður yfir því.
Óli Njáll  16:49| 
link
------------------




Powered by Blogger