Mótmælablogg
Vitanlega mætti maður á mótmælin í gær eins og allir góðir menn. Voru þau ágæt en náttúrulega ekkert miðað við mótmæli fimmtudagsins. Þarna birtist meðal annars í fyrsta skipti á mótmælum sjálfur Anton Karl, einnig þekktur sem geðveiki vélritunarkennarinn og hinn uppskorni vélritunarkennari í seinni tíð. Því miður lentum við Anton í miklum tímahrakningum fyrir mótmælin og náðum því ekki að útbúa hinn 10 metra langa borða sem Anton hafði fest kaup á fyrr um daginn. En hann verður bara notaður næst í staðinn.
Eins og sjá má hjá menningarfulltrúanum þá voru sumir orðnir alveg óðir í mótmælunum:)
Óli Njáll 17:04| link
Heimsmeistarar
Ástralía er heimsmeistari í Krikket 2003 eftir öruggan sigur á Indverjum nú áðan í úrslitum. Ekki getur maður sagt að það komi á óvart en ég vonaðist þó til að Indverjar myndu standa eitthvað í þeim. Ömurlegir bowlerar þeirra klúðruðu þó leiknum þannig að aldrei var spenna í honum. En nú er semsagt hm búið og vitanlega mun það gleðja vissa lesendur þessarar síðu.
Liverpool er komið á skrið og fallegur sigur í dag á Leeds. Ég er glaður yfir því.
Óli Njáll 16:49| link
------------------