Árshátíðarblogg
Árshátíð Fróða var haldin með pomp og prakt í Golfskála Seltjarnarness á laugardagskvöldið. Var þar samankominn dágóður hópur fólks og skemmtu flestir sér nokkuð vel, að ég held. Stórtíðindin eru vitanlega sigur kennara á liði nemenda í spurningakeppni og frábært söngatriði okkar Evu. Restin af skemmtiatriðunum var líka fín og DJ-inn var góður.
Hins vegar á árshátíð Fróða sér eina fylgju er nefnist Hákon en ekki Sigfús. Sá gaur er ósýnilegur allt árið en birtist ávallt á árshátíðum og hagar sér miður vel. Í fyrra angraði hann hvern einasta mann með röfli um að hann héti Hákon en ekki Sigfús og vældi sína sorgarsögu út í hið óendanlega. Í ár tók ekki betra við því gaur ákvað að æla á gólfið, bíta kvenfólk í læri og fleira í þeim dúr. Sumir eru bara ekki að gera sig.
Ég skemmti mér vel.
Óli Njáll 13:23| link
Blikur á lofti
Það virðist nú allt stefna í stríð á allra næstu dögum, svo virðist því sem að stríðsæsingarmennirnir muni ná sínu fram. Það er þó nauðsyn að mótmæla þessu stríði kröftuglega ef það hefst og helst að vekja upp víetnamstemmingu. vonandi læra menn svo eitthvað af þessu.
Óli Njáll 09:59| link
------------------