Tralala
Vg á góðri siglingu samkvæmt Fréttablaðskönnun (sem reyndar eru mjög ótraustar) og Frjálslyndir líka, þeir skríða næstum í hin alræmdu 5%. Ég vona innilega að Frjálslyndir lifi þessar kosningar af enda er Addi Kitta Gauj með flottari pólitíkusum á landinu, einnig miklu skemmtilegra að hafa 5 flokka en 4, mættu jafnvel vera enn fleiri. En VG myndi sumsé fá 9 þingmenn, það væri ágætt, ég set stefnuna þó á 10. 17% fylgi á landsbyggðinni gæti jafnvel þýtt að suðurlandsbóndinn Proppé myndi skríða inn á þing. Það væri mikið ánægjuefni. Flottast væri ef Vg kæmi bæði Proppé og Þórey Eddu inn á þing. Þá værum við langflottust(erum það reyndar nú þegar en yfirburðir okkar myndu aukast). Á ég að spjalla meira um gersamlega óvísindalega skoðanakönnun Samfylkingarfréttablaðsins? (Það auma blað birti meira að segja alla helvítis Borgarnesræðuna í dag. ) Nei ég held ég láti þetta duga.
Óli Njáll 13:23| link
Mánudagur
Jæja, mér tókst að berjast aðeins í gegnum Rostow í gærkveldi og mun áfram reyna það í dag en ég er einmitt bara búinn að vera vakandi í ca. klukkutíma. Reyndar vaknaði ég til að hringja í vinnuna í morgun en það telst ekki með.
Í hattrick er ég kominn á skrið og rústaði Andra með 5 mörkum gegn 1. Nær Mumbai maestro að halda sér uppi þetta tímabil? Því fæst svarað næsta sunnudag þegar lokaumferðin fer fram. Sem stendur er MM einu sæti fyrir ofan fall. Ef einhver fylgni er milli liðsins og helstu fyrirmyndar þess, hins eina sanna Mumbai Maestro aka. Sachin Tendulkar, þá er útlitið bjart því Sachin skoraði 97 stig gegn Sri Lanka nú rétt áðan og er óumdeilanlega langbesti leikmaður HM að þessu sinni. Það er gersamlega útilokað að einhver annar geti gert kröfu til þess titils. Indverjar skoruðu alls 292 hlaup gegn Sri Lanka í morgun og fróðlegt að sjá hvernig Jayasuriya svarar því. Ég held að hann svari bara með passi.
Óli Njáll 12:11| link
------------------
9.3.03
Barlómur
Ég er orðinn hundleiður á þessum veikindum. Flensa og útbrot eru ekki skemmtilegir hlutir. Helgin hefur því farið algerlega í hundana og slíkt er gersamlega óþolandi. Það sem ég hef t.d. ekki gert sökum þessa er að 1) fara og borga Bjössa, 2) standa við loforð mitt við að hjálpa til við kosningaskrifstofu VG 3) fara á opnun kosningaskrifstofunnar 4) lesa bókina sem ég á að skrifa greinargerð um fyrir þriðjudag 5) fara á háskólakynningu til að kynna sagnfræðiskor og augljóslega djammaði ég ekkert um helgina. Þetta er skítt.
Íbúfen er vinur minn núna, mætti þó vera sterkara. Verkjalyf eru góð.
Í kvöld ætla ég að reyna að einbeita mér að bókinni minni, stages of economic growth, enda er það einn af fastapunktum lífs sagnfræðinemans að Guðmundur Jónsson gefur enga fresti. Ætli maður reyni ekki líka að kíkja aðeins á hattrick leik kvöldsins sem er gegn "Kongurinn" en það er víst hann Andri hagkaupsmaður sem stendur á bak við það. Eins gott að buffa hann illilega. Jæja, nóg í bili...
Óli Njáll 19:18| link
------------------