Mumbai Maestro
Þetta blogg fjallar alls ekkert um Sachin Tendulkar eins og gera má ráð fyrir af lestri fyrirsagnarinnar. Ég nefnilega skýrði Hattrick liðið mitt eftir hetjunni og þaðan er fyrirsögnin kominn. Í kvöld var Mumbai Maestro nefnilega að vinna góðan 4-2 útisigur á Röftum þar sem hinn bráðefnilegi Karl Skogmo skoraði 2 mörk. Ég er vitanlega afskaplega sáttur með þetta enda fyrsti sigurinn sem liðið vinnur undir minni stjórn en áður hafði ég keppt 2 leiki við toppliðin í minni deild og tapað (öðrum þeirra mjög illa). Nú þarf ég svo bara að vinna 2 næstu leiki og þá bjarga ég mér frá því að lenda í umspili um það hvort ég fell eður ei. Að lokum vil ég þakka hinum rauðhærða risa er stýrir stórliðinu FC Kutuzov kærlega fyrir hjálpina.
Óli Njáll 23:58| link
Spurning
Um hvað skyldi maður blogga núna á þessum tímapunkti. Jú, augljóslega byrjum við á krikketi. Ástralir unnu Englendinga naumlega áðan og drógu þar með verulega úr möguleikum tjallans á að komast áfram, möguleikinn er þó enn fyrir hendi. Nú þegar riðlakeppnin er að verða búin er ljóst að Ástralía, Indland og Kenýa eru komin í 6 liða milliriðil en 3 sæti eru enn laus. England, Zimbabve og Pakistan berjast í A-riðli um eitt laust sæti og standa þar Zimbabvemenn best en ef þeir sigra Pakistan í lokaleiknum komast þeir áfram. Ef Pakistan vinnur fer hins vegar í gang mikil reikniformúla til að velja eitt af þessum liðum áfram á run-rate. Voða stuð.
Í B-riðli eru Kenýamenn komnir mjög óvænt áfram en Sri Lanka, Suður-Afríka og Nýja Sjáland berjast um 2 laus sæti. Ómögulegt er að spá nokkru þar um.
Jæja, bloggatriði dagsins númer 2. Próftaflan mín sem ég sá fyrst áðan. Hún er vond. Fíla 25. apríl, IN 3 28. apríl, A2 þann 30. apríl og svo M3 þann 13. maí. Nokkuð ljóst að Fílan verður send í sumarpróf enda allt of þétt að taka 3 próf á 5 dögum með þetta miklu lesefni.
Númer 3 er leikur Liverpool og United. Við unnum, jibbíkajey!!!!!!! Takk Dudek, Gerrard og Owen, ég elska ykkur alla. Houllier má samt hverfa mín vegna. Liverpool var miklu betra liðið í þessum leik og aumingjarnir frá Oasisborginni voru bara fallbyssufóður, ég vorkenni ykkur aumu stuðningsmenn þeirra.
4. atrðið. Helgin mín. Ég fór í magnaða skálaferð Fróða og skemmti mér þar mjög vel. Læstist inni á Landspítalanum og borðaði bollur. Nenni ekki að segja frá fleiru.
Óli Njáll 16:58| link
------------------