Ósigur yfirvofandi
Sri Lanka er hreinlega að gera í brækurnar gegn Kenyamönnum núna, alveg merkilega lítill stöðugleiki í mínum mönnum. Á sama tíma er allt í járnum hjá Ástralíu og Zimbabve. Zim skoruðu 246 og nú eru Ástralir komnir með 118/2 eftir 23 over. Það munar því ekkert voðalega miklu á run rate. Hins vegar eiga Ástralirnir það mörg wicket eftir að þeir geta farið að gefa svoldið í og bombað á heimamenn. Það væri þó með eindæmum ánægjulegt ef Mugabe myndi sigra Ástralina.
Óli Njáll 13:31| link
Góðan daginn
Já, þá er ný vinnuvika hafin og sú verður strembin því nú styttist í ýmis verkefnaskil í sagnfræðinni hjá mér. En byrjum á umfjöllun um helgina.
Áður hefur verið greint frá föstudagskveldinu og laugardagurinn því næstur. Árshátíðir eru alltaf eins og ég fíla þær ekki. Reyndar var mjög góður matur, hlaðborð með ýmis konar steikum. Að öðru leyti voru fáir jákvæðir punktar þarna. Gamalt fólk er bara ekki magnaðir djammfélagar, ég fór því heim upp úr miðnætti. Hápunktur kvöldsins var þó þegar Anton drap Glósu-Jón næstum því. Aldrei bjóst ég við að upplifa klént b-myndaatriði að kalla yfir sal, "er læknir í húsinu?" en einhvern tímann er allt fyrst. Og líkt og í öllum slíkum myndum var læknirinn að sjálfsögðu nærri og bjargaði málunum þannig að Jón lifir. Happdrætti kvöldsins sökkaði, ég vann ekkert.
Rétt er þó að minnst á stórgóð skemmtiatriði kvöldsins, þar sem Ólafur Víðir fór mikinn í brúðarkjól og Þorkell Diego í eldrauðri samfellu. Já, íslenskudeildin rokkaði svo sannarlega í góðri uppfærslu á atriði úr Þrymskviðu. Einnig kom nemendakór Verzlunarskólans og stóð sig frábærlega, þessi kór er að verða sá besti á landinu enda er annað ekki ásættanlegt fyrir besta framhaldsskóla landsins.
Í gær horfði ég á þunglyndislegan knattspyrnuleik og fór í bíó. Þar var á ferðinni Hugh Grant einn af mínum uppáhaldsleikurum því hann er svo sætur. Myndin sem var Two weeks notice var bara þrælskemmtileg. Ég fíla myndir sem hafa mjög fyrirsjáanlegan og tíðindalítinn söguþráð og byggjast upp á ódýrum samtalsatriðum. Áhorfendahópurinn var áhugaverður, allt fullt af pörum og svo við vélritunarkennarar. Súrt.
Er ekki nauðsyn að enda þetta á smá krikketi. Tendulkar var hrottalega góður um helgina og skoraði 152 úr 151 bolta gegn Namibíu (sem er skítalið), Englendingar unnu Pakistan með glæsibrag og eitthvað fleira gerðist sem ég man ekki eftir. Í dag er svo Ástralia að berjast við Zimbabve og lítur bara nokkuð vel út fyrir þá Áströlsku, þrátt fyrir að Flower bræður hafi á smákafla ógnað þeim. Sri Lanka er svo að keppa við Kenýa og ætti að taka það, Murali tók 4 wickets þannig að ég er sáttur. Framhald síðar....
Óli Njáll 10:07| link
------------------